Vertu memm

Pistlar

Fróðleikur um kartöflur eftir Hinrik Carl

Birting:

þann

Hinrik Carl Ellertsson matreiðslumeistari

Fróðleikur um Kartöflur

Flest höfum við nú einhvern tíman borðað kartöflur.  En það er margt sem kemur skemmtilega á óvart með þær þegar er farið að skoða þær og stofn þeirra nánar.Ég ákvað að lesa mér aðeins til um þær og leyfa ykkur að njóta þess með mér.

Kartöflur eru upprunnar frá Suður Ameríku og er meðal annars skildar tómötum og tóbaksjurtinni. Fyrst voru þær ræktaðar í fjallendi í Perú, á stöðum þar sem maisrækt var ómöguleg. Þær bárust til Evrópu um miðja 16 öld og er talið að spænskur munkur hafi flutt þær með sér frá Perú til Spánar.

Nafnið kartafla kemur inn í íslensku um dönsku og þýsku úr ítalska orðinu tartufolo, sem þýðir jarðsveppur. Enska heitið potato er aftur á móti komið af batata, orði úr indíána máli frá Karíbahafseyjum sem er í rauninni er heiti sætra kartafla.  Á færeysku er það einfaldlega epli, en epli heitir aftur á móti súrepli.

Hér á landi voru kartöflur fyrst ræktaðar um 1758 á Bessastöðum, en fyrsti Íslendingurinn sem ræktaði þær var það séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal. En það var ekki fyrr enn á nítjándu öld sem þær fóru að breyðast um landið smám saman. Nú er kartaflan fyrst og fremst evrópsk jurt og talið um að 90 % heimsuppskerunni séu ræktuð í álfunni.

Kartöfluafbrigði er fjölmörg eða að minnsta kosti 3.000, og af þeim sem þekktust eru hérlendist má nefna Gullauga, rauðar íslenskar, Bintje, Helga , möndlukartöflur og Premier. Flest afbrigði eru með gul-,brun eða rauðleitu hýði og litur kartöflunar sjálfrar er frá nær hvítu yfir í gult, stundum rauðleitum blæ, en til eru rauðbláafbrigði t.d. Purple Congo.

Þó að kartöflur geymist mjög vel við góðar aðstæður rýrnar C – vítamínið í þeim nokkuð ört við geymslu. Þær eiga að vera á svölum , þurrum  og dimmum stað en ekki í ísskáp eða mjög kaldri geymslu langtímum saman, þá geta þær orðið svartar.

Ekki má heldur geyma þær í plastpoka. Kartöflur sem eru grænleitar, hafa verið í of mikilli birtu og þær á ekki að borða með hýðinu því að græna lagið innan við inniheldur eitruð alkaloíð. En það sem má gera við kartöflur er alltof mikið að ég ætli að fara leyða ykkur með því að ég fari að telja það upp hér.

Ég vona að þetta hafi frætt ykkur aðeins meira um hvaðan þessi algenga fæða okkar er upprunin.

Hinrik C. Ellertsson, matreiðslunemi á Rauðará

Viltu birta grein á Veitingageirinn.is? Sendu okkur póst [email protected]. Með pistlinum þarf að fylgja nafn höfundar, titill og mynd.

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið