Keppni
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026

F.v. Sigurður Helgason, þjálfari, Jafet Bergman Viðarson, Andrés Björgvinsson, Hinrik Örn Lárusson, Bjarki Snær Þorsteinsson og María Ósk Steinsdóttir
Í dag lauk undankeppni Evrópu fyrir Global Chefs Challenge sem haldin verður í Wales 2026. Keppnin stóð yfir í þrjá daga og keppt var í fjórum flokkum þar sem Ísland tók þátt í þremur þeirra, Vegan Global Chef Challenge þar sem fulltrúi Íslands var Bjarki Snær Þorsteinsson, Turninn 19. hæð, keppti og naut aðstoðar Maríu Ósk Steinsdóttir, Lux veitingar.
Sjá einnig: Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
Junior Global Chef Challenge en þar keppti Jafet Bergman Viðarson, Torfhús Retret, og í Global Chef Challenge keppti Hinrik Örn Lárusson, Lux veitingar, með dyggri aðstoð Andrésar Björgvinssonar, Lux veitingar.
Sjá einnig: Fyrsta keppnisdegi Global Chefs Challenge lokið á Ítalíu
Hinrik bestur í Norður Evrópu
Besta árangri íslands náðu Hinrik Örn og Andrés en þeir gerðu sér lítið fyrir og unnu í keppninni Global Chef Challenge fyrir norður Evrópu og þar með rétt til að keppa í Wales 16. til 19. maí 2026.
Sjá einnig: Hinrik og Andrés skila glæsilegum réttum í Global Chefs Challenge – Myndir
Þeir félagar höfðu 2 tíma til að elda tvo rétti þar sem skylduhráefni voru Sterling lúða, kálfahryggjarvöðvi og kálfalifur. Alls voru 19 keppendur sem tóku þátt og hlutu 6 þeirra gull viðurkenningu fyrir rétti sína. Í öðru sæti var Tommy Jespersen frá Danmörku og í þriðja sæti var frá Emil Persson frá Svíþjóð.
Forréttur:
Bökuð Sterling lúða með humarfarsi & fennel fræjum
Freyðandi lúðusósa með kampavíni og ristuðu næringargeri
Grænmetispressa með heslihnetum og möndlukremi
Blómkál í smjörsósu og ristað blómkálsmauk
Sýrður rjómi með eplum, piparrót og dillsósu
Aðalréttur:
Pönnusteiktur kálfahryggvöðvi með grill gljáa
Ofnbakaðir sveppir & sveppafylling ásamt kálfalifrarfroðu
Gullauga kartöflur & Feykir
Sýrður laukur, laukflan & brokkolí ragú með saltaðri sítrónu
Kálfasoðsósa
Bjarki og Jafet báðir í þriðja sæti
Bjarki og Jafet sem eru í Íslenska Kokkalandsliðinu kláruðu báðir í 3. sæti í sínum flokkum. Vegan keppnin sem er tiltölulega ný en þetta var í annað skiptið sem hún var haldin.
Sjá einnig: Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
Alls voru 12 keppendur sem tóku þátt að þessu sinni en enginn skylduhráefni voru í flokknum, Sigurvegari, norður Evrópu, var Daninn Bjarke Jeppesen og Valerija Cudova frá Lettland lenti í öðru sæti.
Í Junior keppninni voru 14 keppendur en keppendur í flokknum voru ekki með aðstoðarmann og höfðu eina klukkustund til að útbúa einn rétt úr kálfahryggjarvöðva og kálfalifur. Þar sigraði Trym Karlsen frá Noregi en Svíinn Benjamin Hellström lenti í öðru sæti.
Réttarlýsing Bjarka
Forréttur:
Ravioli með tófu- og skessujurtar fyllingu
Tómatseyði
Þurrkaðir tómatar
Valhnetur
Stökk salvía
Aðalréttur:
Jarðskokkapressa
Kartafla með linsubaunafyllingu
Vatnsdeigsbakstur með svepparagú
Gljáð gulrót
Ragú með sojabaunum, kantarellum og kínóa
Pólentufroða
Sveppa- og laukgljái
Réttarlýsing Jafets
Steiktur kálfa hryggvöðvi.
Pönnusteiktir sveppir & sveppafylling, kálfalifrarfroða, kartöflumauk, gljáðar gulrætur, steikt grænkál, sýrður perlulaukur, kálfasoðsósa.
Myndir: aðsendar

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Lærðu Flair af þeim besta! Michael Moreni kemur til Íslands
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Oatly kynnir nýja Lífræna Haframjólk – Hin fullkomna mjólk fyrir kaffibarþjóna og Latte
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift: Einföld og fljótleg mexíkósk kjúklingabaka með kotasælu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Netflix-stjarnan Juan Gutiérrez mætir til Íslands – Eftirrétta og konfekt námskeið fyrir sælkerana á vegum Iðunnar Fræðsluseturs
-
Food & fun4 dagar síðan
Reyka kokteilkeppnin: Harður slagur en Daníel Kavanagh stóð uppi sem sigurvegari – Myndasafn
-
Markaðurinn19 klukkustundir síðan
La Sommeliére vínkælar í úrvali fyrir veitingahús og veislusali
-
Keppni15 klukkustundir síðan
Úrslit í kokteilkeppninni á degi heilags Patreks – Heimir sigraði með Irishman – Myndir og vídeó
-
Frétt4 dagar síðan
Starbucks dæmt til að greiða gríðarlegar bætur eftir brunaslys – greiðir 50 milljónir dala í bætur