Viðtöl, örfréttir & frumraun
Forsetahjón hefja þriggja daga ríkisheimsókn til Svíþjóðar – Hafliði, Snædís og Marlís stýra tveimur viðburðum – Myndir
Forsetahjónin hófu formlega þriggja daga ríkisheimsókn til Svíþjóðar í morgun. Með í för eru utanríkisráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og heilbrigðisráðherra Alma Möller, ásamt opinberri sendinefnd og fulltrúum úr viðskipta- og menningarlífi.
Heimsóknin fer fram að boði Karls XVI. Gústafs konungs og Silvíu drottningar og er markmið hennar að styrkja þegar góð tengsl ríkjanna og efla samstarf á sviðum eins og heilbrigðismála, kvikmyndagerðar og öryggismála.
Samhliða heimsókninni fer einnig viðskiptasendinefnd til Svíþjóðar, undir forystu Íslandsstofu. Fulltrúar 30 íslenskra fyrirtækja taka þátt með áherslu á líftækni, nýsköpun og fjárfestingar.
Hafliði Halldórsson, Snædís Xyza Ocampo og Marlís Jóna Karlsdóttir bera ábyrgð á undirbúningi tveggja viðburða í tengslum við heimsóknina.
Í tilefni heimsóknarinnar var boðið til kvöldverðar í sendiherrabústað Íslands í Stokkhólmi í gærkvöldi.
Matseðill kvöldsins var sem hér segir:
Sjávarréttasúpa með súrdeigsbrauði og íslensku smjöri
Grillað lambafille með bok choi, shiitake sveppum og soðsósu
Skyr ganache með mysukaramellu og sítrónu marens
Á morgun 7. maí bjóða forsetahjón Íslands til móttöku í höfuðborg Svíþjóðar, til heiðurs sænsku konungshjónunum. Móttakan fer fram á veitingastaðnum K-märkt, sem staðsettur er í Garnisonen-byggingunni við Linnégatan 87F í Stokkhólmi.
Við þetta tilefni mun íslenska kokkalandsliðið bera fram kræsingar úr fyrsta flokks íslensku hráefni, þar sem Hafliði, Snædís og Marlís sjá um matreiðsluna.
K-märkt er rekinn af þekktum sænskum veitingamönnum: Daniel Roos pastry chef, vínþjóninum Jens Dolk og matreiðslukonunni Hönnu Normark.
Myndir: kokkalandslidid.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Markaðurinn7 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni7 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn4 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn4 dagar síðanKlassískar kjúklingabringur í rjómasósu sem slá í gegn
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðanBæjarins Beztu Pylsur opna á Hellu með sérstöku opnunartilboði fyrir heimamenn
-
Starfsmannavelta4 dagar síðanEndapunktur á áratuga sögu – Heilsuhúsið kveður












