Viðtöl, örfréttir & frumraun
Forsetahjón hefja þriggja daga ríkisheimsókn til Svíþjóðar – Hafliði, Snædís og Marlís stýra tveimur viðburðum – Myndir
Forsetahjónin hófu formlega þriggja daga ríkisheimsókn til Svíþjóðar í morgun. Með í för eru utanríkisráðherra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og heilbrigðisráðherra Alma Möller, ásamt opinberri sendinefnd og fulltrúum úr viðskipta- og menningarlífi.
Heimsóknin fer fram að boði Karls XVI. Gústafs konungs og Silvíu drottningar og er markmið hennar að styrkja þegar góð tengsl ríkjanna og efla samstarf á sviðum eins og heilbrigðismála, kvikmyndagerðar og öryggismála.
Samhliða heimsókninni fer einnig viðskiptasendinefnd til Svíþjóðar, undir forystu Íslandsstofu. Fulltrúar 30 íslenskra fyrirtækja taka þátt með áherslu á líftækni, nýsköpun og fjárfestingar.
Hafliði Halldórsson, Snædís Xyza Ocampo og Marlís Jóna Karlsdóttir bera ábyrgð á undirbúningi tveggja viðburða í tengslum við heimsóknina.
Í tilefni heimsóknarinnar var boðið til kvöldverðar í sendiherrabústað Íslands í Stokkhólmi í gærkvöldi.
Matseðill kvöldsins var sem hér segir:
Sjávarréttasúpa með súrdeigsbrauði og íslensku smjöri
Grillað lambafille með bok choi, shiitake sveppum og soðsósu
Skyr ganache með mysukaramellu og sítrónu marens
Á morgun 7. maí bjóða forsetahjón Íslands til móttöku í höfuðborg Svíþjóðar, til heiðurs sænsku konungshjónunum. Móttakan fer fram á veitingastaðnum K-märkt, sem staðsettur er í Garnisonen-byggingunni við Linnégatan 87F í Stokkhólmi.
Við þetta tilefni mun íslenska kokkalandsliðið bera fram kræsingar úr fyrsta flokks íslensku hráefni, þar sem Hafliði, Snædís og Marlís sjá um matreiðsluna.
K-märkt er rekinn af þekktum sænskum veitingamönnum: Daniel Roos pastry chef, vínþjóninum Jens Dolk og matreiðslukonunni Hönnu Normark.
Myndir: kokkalandslidid.is
-
Bocuse d´Or1 dagur síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni1 dagur síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Keppni4 dagar síðanKeppni í jólapúns í Jólaportinu: Veitingahús etja kappi til styrktar Sorgarmiðstöðinni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSkandinavískt jólahlaðborð á Síldarkaffi vekur mikla athygli – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanSykurverk opnar smáköku- og kaffihúsa pop up í Iðunn mathöll fyrir jólin
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 klukkustundir síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park












