Smári Valtýr Sæbjörnsson
Fisherman er öflugur ferðaþjónn á Vestfjörðum
Suðureyri er lítið og skemmtilegt sjávarþorp á Vestfjörðum og í þorpinu er öflugur ferðaþjónn sem heitir Fisherman sem rekur verslun, veitingar og gistihús. Árið 2000 keyptu þau hjónin Jóhanna Þorvarðardóttir og Elías Guðmundsson lítið hús á Suðureyri sem til stóð að rífa. Húsið var endurbyggt sem lítið gistiheimili og um vorið 2001 var tekið á móti fyrsta gestinum. Í gegnum árin hefur reksturinn stækkað jafnt og þétt með því að fjölga herbergjum, breyta gistiheimilinu í hótel, opna veitingahúsið Talisman og síðan var litlum söluskála bætt við reksturinn. Í júní 2013 bætist svo við kaffihúsið Kaupfélag Súgfirðinga ásamt fiskiskóla sem er partur af matarferðum sem er sérsniðin fyrir gesti sem vilja upplifa vistvænt sjávarþorp á rúmum klukkutíma.
Við erum með skyndibita í versluninni, kaffihús í Kaupfélagi Súgfirðinga og a la carte matseðil á sjávarréttaveitingahúsinu Talisman. Þar að auki erum við að selja matarferðir um vistvænt sjávarþorp. Yfirkokkur er Andreas Kellert, en Guðbjartur Einar Sveinbjörnsson hefur verið okkar hægri hönd frá upphafi með flest allar veitingar hjá fyrirtækinu,
.. sagði Elías Guðmundsson framkvæmdastjóri í samtali við veitingageirinn.is aðspurður um starfsemina hjá Fisherman.
Kaffihúsið var opnað eins og áður sagði í júní 2013 á sjálfum sjómannadaginn og hugmyndin var að þetta yrði skemmtileg viðbót við aðrar veitingar hjá Fisherman yfir sumartímann,
„viðtökurnar hafa verið það góðar að við ætlum prufa að hafa opið áfram og sjá til hvernig viðskiptin þróast í vetur. Það er stór hópur tónlistarnema frá Listaháskóla Íslands núna hjá okkur svo þeir setja mjög skemmtilegan brag á mannlífið hér í þorpinu og síðan er nokkuð bókað í gistingu hjá okkur fram eftir hausti. Haustin og vorin eru alltaf að verða betri en háveturinn er enn sem komið er mjög rólegur. Þetta er bara lítið fjölskyldufyrirtæki sem við höfum verið að byggja upp sl. 13 ár,
… sagði Elías að lokum.
Í meðfylgjandi myndbandi sýnir Vala Matt eina af matarferðunum hjá Fisherman í sumar, en ferðirnar voru einstaklega vel heppnaðar í sumar:
Myndir: af facebook síðu Fisherman.
Taggaðu okkur á Instagram: #veitingageirinn og myndirnar birtast sjálfkrafa á forsíðunni.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt2 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Keppni3 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Frétt4 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði