Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fisherman á Suðureyri færir út kvíarnar og opnar sælkerabúllu í Reykjavík
„Við erum rosa spennt og í óða önn að gera og græja Sælkerabúllu Fisherman á Hagamel 67 í Vesturbænum. Hér ætlum við að bjóða upp á skemmtilega fiskrétti til að borða á staðnum og til að taka með heim“
, segir í tilkynningu frá ferðaþjónustufyrirtækinu Fisherman.
Fisherman er öflugur ferðaþjónn í sjávarþorpinu Suðureyri á Vestfjörðum sem rekur verslun, veitingar og gistihús þar í bæ.
Nú eru framkvæmdir í fullum gangi á húsnæði við Hagamel 67 þar sem Fisherman kemur til með að opna fiskbúð og bjóða upp á fiskrétti, ýmsa smárétti, þ.e. fiskisúpur, bláskel, tacos, snakkbox svo fátt eitt sé nefnt.
„Þetta er bara lítið fjölskyldufyrirtæki sem við höfum verið að byggja upp sl. 13 ár“
, sagði Elías Guðmundsson framkvæmdastjóri í samtali við veitingageirinn.is árið 2013, aðspurður um starfsemina hjá Fisherman.
Þau hjónin Jóhanna Þorvarðardóttir og Elías Guðmundsson keyptu lítið hús árið 2000 á Suðureyri sem til stóð að rífa. Húsið var endurbyggt sem lítið gistiheimili og um vorið 2001 var tekið á móti fyrsta gestinum. Í gegnum árin hefur reksturinn stækkað jafnt og þétt með því að fjölga herbergjum, breyta gistiheimilinu í hótel, opna veitingahús og síðan var litlum söluskála bætt við reksturinn.
Mynd: skjáskot af google korti
-
Frétt2 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt2 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni4 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Frétt2 dagar síðan
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?