Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Fisherman á Suðureyri færir út kvíarnar og opnar sælkerabúllu í Reykjavík
„Við erum rosa spennt og í óða önn að gera og græja Sælkerabúllu Fisherman á Hagamel 67 í Vesturbænum. Hér ætlum við að bjóða upp á skemmtilega fiskrétti til að borða á staðnum og til að taka með heim“
, segir í tilkynningu frá ferðaþjónustufyrirtækinu Fisherman.
Fisherman er öflugur ferðaþjónn í sjávarþorpinu Suðureyri á Vestfjörðum sem rekur verslun, veitingar og gistihús þar í bæ.
Nú eru framkvæmdir í fullum gangi á húsnæði við Hagamel 67 þar sem Fisherman kemur til með að opna fiskbúð og bjóða upp á fiskrétti, ýmsa smárétti, þ.e. fiskisúpur, bláskel, tacos, snakkbox svo fátt eitt sé nefnt.
„Þetta er bara lítið fjölskyldufyrirtæki sem við höfum verið að byggja upp sl. 13 ár“
, sagði Elías Guðmundsson framkvæmdastjóri í samtali við veitingageirinn.is árið 2013, aðspurður um starfsemina hjá Fisherman.
Þau hjónin Jóhanna Þorvarðardóttir og Elías Guðmundsson keyptu lítið hús árið 2000 á Suðureyri sem til stóð að rífa. Húsið var endurbyggt sem lítið gistiheimili og um vorið 2001 var tekið á móti fyrsta gestinum. Í gegnum árin hefur reksturinn stækkað jafnt og þétt með því að fjölga herbergjum, breyta gistiheimilinu í hótel, opna veitingahús og síðan var litlum söluskála bætt við reksturinn.
Mynd: skjáskot af google korti
-
Markaðurinn2 dagar síðanJóhannes Kristjánsson hefur hafið störf hjá Bako Verslunartækni (BVT)
-
Markaðurinn3 dagar síðanViltu reka kaffihús í hjarta Miðborgarinnar
-
Vín, drykkir og keppni24 klukkustundir síðanÞessir barir og barþjónar eru tilnefndir til BCA á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanBarþjónar fá einstakt tækifæri til að fylgjast með sérfræðingum að störfum
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðanAtvinnurekendur bregðast við: Styttri opnun og færri vaktir á krám
-
Markaðurinn5 dagar síðanGlæsilegar nýjungar fyrir veitingastaði: Phoenix línan, fjölhæfar skvísur og nýir veislubakkar
-
Frétt3 dagar síðanÞegar þorrablót ganga í garð. Hvað þarf að hafa í huga varðandi matvælaöryggi?
-
Keppni22 klukkustundir síðanTíu barþjónar tryggja sér sæti í úrslitum Bláa Safírsins






