Keppni
Finlandia Box Glove Rumble | Töfruðu fram girnilega kokteila í boxhönskum
Pablo Discobar er þekktur fyrir að halda skemmtilegar og öðruvísi barþjónakeppnir fyrir barþjóna bæjarins fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Engin undantekning var síðasta sunnudag en þá var haldin barþjónakeppninn “Finlandia Box Glove Rumble” í samstarfi við Mekka Wines & Spirits.
Óhætt er að segja að hún var öðruvísi enda kepptu barþjónarnir tveir og tveir saman í einu og þurftu að útbúa góðan Martini með boxhanska og máttu boxa hvorn annan á meðan en innan marka.
Yfirumsjón með þessum keppnum var í höndum yfirbarþjóns staðarins Teits Ridderman Schiöth og óhætt að segja að hann er með fjörugt ímyndunarafl.
Til að passa að þetta fór skynsamlega fram voru fengnir dómararnir Jón Arnar frá Mjölni, Friðbjörn frá Mekka og Daniel frá Deplum sem er einn af þekktari barþjónum landsins.
Eftirfarandi barþjónar kepptu og höfðu gaman af:
- Orri Páll frá Apotekinu
- Ivan Svanur frá Miami
- Alana frá Slippbarnum
- Fannar frá Sushi Social
- Helgi frá Pablo
- Arnór frá Burro
- Marcin frá Pablo
- Tóta frá Tapasbarnum
Útsláttarkeppni var í lok kvöldsins og gat bara verið einn sigurvegari og í þetta skiptið var það Tóta á Tapasbarnum sem sýndi bæði hæfileika í kokteilgerðinni og í boxhæfileikum.
Á meðfylgjandi myndum má sjá að mikil stemning hafi verið í keppninni.
Myndir tók Majid Zarei.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt7 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel7 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024