Vertu memm

Keppni

Finlandia Box Glove Rumble | Töfruðu fram girnilega kokteila í boxhönskum

Birting:

þann

Pablo Discobar - Finlandia Box Glove Rumble 2018

Tóta sigraði kokteilkeppnina Finlandia Box Glove Rumble

Pablo Discobar er þekktur fyrir að halda skemmtilegar og öðruvísi barþjónakeppnir fyrir barþjóna bæjarins fyrsta sunnudag í hverjum mánuði. Engin undantekning var síðasta sunnudag en þá var haldin barþjónakeppninn “Finlandia Box Glove Rumble” í samstarfi við Mekka Wines & Spirits.

Pablo Discobar - Finlandia Box Glove Rumble 2018

Keppendu áttu að útbúa góðan Martini með boxhanska og máttu boxa hvorn annan á meðan

Óhætt er að segja að hún var öðruvísi enda kepptu barþjónarnir tveir og tveir saman í einu og þurftu að útbúa góðan Martini með boxhanska og máttu boxa hvorn annan á meðan en innan marka.

Yfirumsjón með þessum keppnum var í höndum yfirbarþjóns staðarins Teits Ridderman Schiöth og óhætt að segja að hann er með fjörugt ímyndunarafl.

Til að passa að þetta fór skynsamlega fram voru fengnir dómararnir Jón Arnar frá Mjölni, Friðbjörn frá Mekka og Daniel frá Deplum sem er einn af þekktari barþjónum landsins.

Pablo Discobar - Finlandia Box Glove Rumble 2018

Eftirfarandi barþjónar kepptu og höfðu gaman af:

  • Orri Páll frá Apotekinu
  • Ivan Svanur frá Miami
  • Alana frá Slippbarnum
  • Fannar frá Sushi Social
  • Helgi frá Pablo
  • Arnór frá Burro
  • Marcin frá Pablo
  • Tóta frá Tapasbarnum

Útsláttarkeppni var í lok kvöldsins og gat bara verið einn sigurvegari og í þetta skiptið var það Tóta á Tapasbarnum sem sýndi bæði hæfileika í kokteilgerðinni og í boxhæfileikum.

Á meðfylgjandi myndum má sjá að mikil stemning hafi verið í keppninni.

 

Myndir tók Majid Zarei.

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið