Markaðurinn
Feykir 24+ er einn af 10 bestu ostum í heimi
Feykir 24+ vakti mikla athygli í Heimsmeistarakeppni osta sem fram fór í Wisconsin í Bandaríkjunum nú á dögunum, enda í fyrsta sinn sem íslenskur ostur er meðal keppenda um heimsmeistaratitilinn.
Keppnin, sem um ræðir, er stærsta keppni sinnar tegundar í heiminum og er hún haldin ár hvert. Að þessu sinni voru sendir inn 2.978 ostar frá 29 löndum og 33 fylkjum innan Bandaríkjanna svo árangur Feykis 24+ er stórmerkilegur. Í dómnefnd sitja ostameistarar, mjólkurfræðingar, fulltrúar stærstu verslanakeðjanna, fulltrúar neytenda og aðrir fagaðilar og telur hún um 60 manns.
Jón Þór Jósepsson, mjólkurfræðingur hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, er ostameistarinn að baki Goðdala ostanna og er óhætt að segja að Feykir 24+ sé flaggskipið í hópi sælkeraostanna sem þaðan koma. Mikil natni er lögð í framleiðslu á Feyki 24+ og tekur allt ferlið meira en 24 mánuði en það er tíminn sem hann þarf til að ná sínum einstöku eiginleikum í áferð og bragði.
„Það telst stórsigur í þessari keppni að lenda í 8. sæti á fyrsta þátttökuári og er því um að ræða stórkostlegan árangur fyrir íslenska ostagerð, en allir ostarnir eru verðugir fulltrúar heimsmeistaratitilsins.
Þarna eru mjólkurfræðingar og ostameistarar sem hafa stúderað þessi keppni og eru með mikinn fjölda osta og mjólkurvara ár hvert,“
segir Jón Þór.
Heimsmeistaratitillinn í ár fór til Mountain Dairy Fritzenhaus fyrir svissneskan Gruyére en í flokknum sem Feykir 24+ keppti í sigraði hollenskur Roemer Sweet frá Van der Heiden Kaas B.V.
Mjólkursamsalan óskar Jóni Þór og KS á Sauðárkróki innilega til hamingju með árangurinn.
Í eftirfarandi myndbandi má sjá stutta umfjöllun um ostinn:
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Rótgróið bakarí / verslun og kaffihús til sölu eða leigu
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Frakkar sigruðu Bocuse d’Or 2025 – Sindri Guðbrandur í 8. sæti
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sjáðu keppnisrétti Sindra hér – Myndir
-
Starfsmannavelta3 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Bocuse d´Or5 dagar síðan
Sindri Guðbrandur hóf keppni í Bocuse d´Or í morgun – Bein útsending
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun15 klukkustundir síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Keppni2 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir