Markaðurinn
Fersk, fljótleg og fullkomin – Bruschetta dýfa með rjómaosti
Ég er búin að sjá margar mjög girnilegar útgáfur af þessum rétti á samfélagsmiðlum og varð að prófa. Þessi útgáfa slær í gegn og tekur enga stund að útbúa. Rjómaosturinn er svo bragðgóður og nú er um að gera að nota vel þroskaða sumartómata, rista brauð og bera fram sem forrétt eða snarl með góðum drykk, segir Helena Gunnarsdóttir, matgæðingur hjá Gott í matinn.
Bruschetta dýfa
1 dós, 200 g rjómaostur með graslauk og lauk frá MS
3-4 stórir tómatar eða blanda af litlum og stórum
2 msk. ólífuolía
1 msk. balsmikedik
fersk basilíka eftir smekk
salt og pipar
focaccia eða snittubrauð
Aðferð:
- Setjið rjómaostinn í djúpan disk eða skál og dreifið vel úr honum.
- Skerið tómatana í bita, blandið saman við ólífuolíu, balsamikediki, ferska basilíku og smakkið til með salti og pipar.
- Hellið blöndunni yfir rjómaostinn og berið fram með grilluðu focaccia, snittubrauði eða jafnvel kexi.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað






