Markaðurinn
Fersk, fljótleg og fullkomin – Bruschetta dýfa með rjómaosti
Ég er búin að sjá margar mjög girnilegar útgáfur af þessum rétti á samfélagsmiðlum og varð að prófa. Þessi útgáfa slær í gegn og tekur enga stund að útbúa. Rjómaosturinn er svo bragðgóður og nú er um að gera að nota vel þroskaða sumartómata, rista brauð og bera fram sem forrétt eða snarl með góðum drykk, segir Helena Gunnarsdóttir, matgæðingur hjá Gott í matinn.
Bruschetta dýfa
1 dós, 200 g rjómaostur með graslauk og lauk frá MS
3-4 stórir tómatar eða blanda af litlum og stórum
2 msk. ólífuolía
1 msk. balsmikedik
fersk basilíka eftir smekk
salt og pipar
focaccia eða snittubrauð
Aðferð:
- Setjið rjómaostinn í djúpan disk eða skál og dreifið vel úr honum.
- Skerið tómatana í bita, blandið saman við ólífuolíu, balsamikediki, ferska basilíku og smakkið til með salti og pipar.
- Hellið blöndunni yfir rjómaostinn og berið fram með grilluðu focaccia, snittubrauði eða jafnvel kexi.
-
Bocuse d´Or2 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni3 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Markaðurinn4 dagar síðanFerskt og litríkt sætkartöflusalat sem hentar við öll tilefni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn2 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu
-
Markaðurinn4 dagar síðanDrykkur kynnir glæsilega jólagjafapakka fyrir fyrirtæki og vini






