Vertu memm

Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel

Eldum rétt opnar á Nýbýlaveginum

Birting:

þann

Eldum rétt

Nú nýverið opnaði fyrirtækið Eldum rétt þar sem boðið er upp á heimsendingar á matarpökkum sem innihalda allt hráefni sem þarf til að elda þrjár fyrirfram ákveðnar máltíðir.  Nú á boðstólnum er Gratineraður þorskur, Onfsteiktir kjúklingaleggir og Úkraínsk Borsctsúpa, en seinasti pöntunardagur er föstudagurinn 21. mars n.k.

Sniðug þjónusta hér á ferð og á sína erlenda fyrirmynd og er t.a.m. mjög vinsæl í Svíþjóð.

Á heimasíðu Eldum rétt segir:

Við finnum til hollar og góðar uppskriftir fyrir ykkur til að elda heima, tökum saman öll hráefni í þær og skutlum því til ykkar heim að dyrum ásamt leiðbeiningum að matreiðslu.

Stóri ávinningurinn er að þurfa ekki að eyða tíma í að finna til uppskrifir til að elda, sleppa við að fara í búðina og hráefnin koma í hæfilegum einingum.

Minni vinna, fjölbreyttari fæða og enginn matur í ruslið.

Eldum rétt er til húsa við Nýbýlaveg 16 í Kópavogi og er með heimsendingaþjónustu í eftirfarandi bæjarfélögum: Reykjavík, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfirði.

Yfirmatreiðslumaður Eldum rétt er Pétur Brynjar Sigurðsson matreiðslumaður.

 

Mynd: Ívar Unnsteinsson matreiðslumaður.

twitter og instagram icon

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið