Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Eldum rétt opnar á Nýbýlaveginum
Nú nýverið opnaði fyrirtækið Eldum rétt þar sem boðið er upp á heimsendingar á matarpökkum sem innihalda allt hráefni sem þarf til að elda þrjár fyrirfram ákveðnar máltíðir. Nú á boðstólnum er Gratineraður þorskur, Onfsteiktir kjúklingaleggir og Úkraínsk Borsctsúpa, en seinasti pöntunardagur er föstudagurinn 21. mars n.k.
Sniðug þjónusta hér á ferð og á sína erlenda fyrirmynd og er t.a.m. mjög vinsæl í Svíþjóð.
Á heimasíðu Eldum rétt segir:
Við finnum til hollar og góðar uppskriftir fyrir ykkur til að elda heima, tökum saman öll hráefni í þær og skutlum því til ykkar heim að dyrum ásamt leiðbeiningum að matreiðslu.
Stóri ávinningurinn er að þurfa ekki að eyða tíma í að finna til uppskrifir til að elda, sleppa við að fara í búðina og hráefnin koma í hæfilegum einingum.
Minni vinna, fjölbreyttari fæða og enginn matur í ruslið.
Eldum rétt er til húsa við Nýbýlaveg 16 í Kópavogi og er með heimsendingaþjónustu í eftirfarandi bæjarfélögum: Reykjavík, Kópavog, Garðabæ og Hafnarfirði.
Yfirmatreiðslumaður Eldum rétt er Pétur Brynjar Sigurðsson matreiðslumaður.
Mynd: Ívar Unnsteinsson matreiðslumaður.

-
Markaðurinn2 dagar síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Starfsmannavelta2 dagar síðan
Harry tekur við rekstri Nauthóls – Tómas og Sigrún kveðja eftir níu dásamleg ár
-
Íslandsmót barþjóna5 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Keppni5 dagar síðan
Brauðtertukeppni fyrir fagmenn
-
Markaðurinn4 dagar síðan
ÓJ&K-ÍSAM – Opnunartímar apríl og maí 2026
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Valinn borðbúnaður frá Churchill og Dudson með sérstökum viðbótarafslætti
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kokkafatnaður fyrir lítil og stór eldhús – sjáðu úrvalið á netinu eða í verslun