Viðtöl, örfréttir & frumraun
Einn vinsælasti grínisti landsins vinnur hjá veitingarisanum Gleðipinnar – Myndband
Pétur Jóhann Sigfússon hefur verið einn vinsælasti grínisti og leikari landsins undanfarin tuttugu ár.
Alltaf verið nóg að gera en í kjölfar heimsfaraldurs fóru verkefnin að verða færri. Hann tók aftur á móti málin í sínar hendur og bjó til nýtt starf. Pétur Jóhann vinnur í dag hjá veitingarisanum Gleðipinnar og sennilega við það sem hann er bestur í, að spjalla við fólk til að bæta starfsandann.
„Ef ég á að reyna segja frá þessu í stuttu máli þá byrja ég á því að fá mér kaffi svo rölti ég af stað og spjalla við fólkið. Þetta er í raun spjallmeðferð sem ég er að bjóða upp á. Ég er búinn að ganga með drög af þessari hugmynd í mörg ár og núna er komin reynsla á þetta hér innan fyrirtækisins. Fullt af veitingastöðum og ég keyri á milli og svo veit ég ekkert hvað gerist. Byrja bara að spjalla en þetta er það sem ég hef verið að gera meira og minna alla mína ævi,“
segir Pétur Jóhann og heldur áfram.
„Einhvers staðar las ég eða heyrði að maður ætti að gera það sem maður er góður í og ég veit að ég er góður í þessu. Að tala við fólk sem ég þekki ekki neitt um eitthvað.“
Í Íslandi í dag er rætt við Pétur Jóhann um nýja starfið hans, en innslagið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Pétur hefur nú þegar farið á alla veitingastaði Gleðipinna oftar en einu sinni og því er starfsfólkið farið að þekkja hann nokkuð vel. Hann segist alls ekki mæta á staðina til að fara með uppistand heldur einfaldlega til þess að gefa sér tíma til að ræða við starfsfólkið um daginn og veginn.
Mynd: skjáskot úr myndbandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt1 dagur síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Frétt4 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni2 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum