Smári Valtýr Sæbjörnsson
Eftirréttur að hætti Axels á forsíðu Capfruit
Á forsíðu í nýjasta tímariti Capfruit er eftirrétturinn „Berriolette“ en það er meistarinn sjálfur Axel Þorsteinsson bakari & konditor sem er höfundur á þessum girnilega rétti. Eftrirétturinn heitir „Berriolette“ og er mille-feuille réttur þar sem uppistaðan eru rauð ber.
Tímaritið er gefið út og dreift til 50 landa á 12 tungumálum. Hlutverk blaðsins er að kynna hæfileika og hefð í matargerð frá mismunandi löndum auk þess að kynna og byggja undir ímynd matargerðar á viðkomandi svæði eða landi. Blaðinu er dreift til hágæða veitingahúsa, hótela og virtra matreiðslumeistara um allan heim, þar á meðal Michelin veitingastaða.
Tímaritið er hægt að lesa með því að smella hér.
Axel býr núna í Kúveit og starfar þar sem yfirbakari hjá frægu Bouchon Bakery keðjunni sem að matreiðslumeistarinn Thomas Keller á og rekur. Axel hefur komið sér vel fyrir í Kúveit og hefur keypt sér glæsilegan bíl, leigir 5 herbergja íbúð á 15. hæð í nýju hverfi Kúveit ásamt vinnufélaga sínum.
Sjá einnig: Axel Þorsteinsson verður yfirbakari hjá Bouchon Bakery í Kúveit
Verkefnið hans þessa dagana er að þjálfa tvo Sous Pastry Chefa og nokkra þjóna. Axel er með aðstöðu á stað sem heitir Dean & Deluca og sem hliðarverkefni með þjálfuninni er Axel að hanna nýja eftirrétti fyrir Dean & Deluca.
Axel fer til New York í febrúar í þjálfun hjá Bouchon Bakery og verður þar í um 6 vikur.
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati