Markaðurinn
Dökk og dúnmjúk djöflaterta með súkkulaðikremi
Það er sýrður rjómi bæði í kökunni og kreminu sem er dálítið nýtt og skemmtilegt og auðvitað einstaklega ljúffengt.
Tertan:
225 g hveiti
90 g kakó
350 g sykur
1 tsk. matarsódi
1 tsk. lyftiduft
½ tsk. salt
100 g smjör brætt
½ dl olía
2 stór egg
2 ½ dl uppáhellt kaffi
2 tsk. vanilluextract
1 dós (180 g) 36% sýrður rjómi frá Gott í matinn
½ dl mjólk
Aðferð:
- Hitið ofn í 160 gráður með blæstri.
- Pískið öllum þurrefnunum sex saman í stórri skál.
- Bræðið smjörið og látið mesta hitann rjúka úr því.
- Blandið restinni af hráefnunum vel saman í skál og hellið út í þurrefnin. Blandið vel saman en gætið þess að hræra ekki of mikið.
- Skiptið deiginu jafnt í tvö hringlaga, u.þ.b. 20 cm kökuform og bakið þar til bakað í gegn eða þar til prjóni sem stungið er í miðja köku kemur hreinn upp. Mínar kökur voru í 40 mínútur í ofninum.
Krem:
400 g súkkulaði
2 dósir (360 g) 36% sýrður rjómi frá Gott í matinn
2 msk. síróp
2 tsk. vanilluextract
Smá sjávarsalt
Aðferð:
Bræðið súkkulaðið alveg. Takið af hitanum og hrærið sýrðum rjóma, sírópi, vanillu og salti vel saman við þar til þið hafið silkimjúkt krem. Best er að nota kremið fljótlega þar sem það stífnar aðeins þegar það fær að standa.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Matarveisla í Reykjavík: Stjörnukokkar töfra fram íslenska sælkerarétti
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni2 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum