Vertu memm

Markaðurinn

Dökk og dúnmjúk djöflaterta með súkkulaðikremi

Birting:

þann

Dökk og dúnmjúk djöflaterta með súkkulaðikremi

Það er sýrður rjómi bæði í kökunni og kreminu sem er dálítið nýtt og skemmtilegt og auðvitað einstaklega ljúffengt.

Tertan:

225 g hveiti

90 g kakó

350 g sykur

1 tsk. matarsódi

1 tsk. lyftiduft

½ tsk. salt

100 g smjör brætt

½ dl olía

2 stór egg

2 ½ dl uppáhellt kaffi

2 tsk. vanilluextract

1 dós (180 g) 36% sýrður rjómi frá Gott í matinn

½ dl mjólk

Aðferð:

  1. Hitið ofn í 160 gráður með blæstri.
  2. Pískið öllum þurrefnunum sex saman í stórri skál.
  3. Bræðið smjörið og látið mesta hitann rjúka úr því.
  4. Blandið restinni af hráefnunum vel saman í skál og hellið út í þurrefnin. Blandið vel saman en gætið þess að hræra ekki of mikið.
  5. Skiptið deiginu jafnt í tvö hringlaga, u.þ.b. 20 cm kökuform og bakið þar til bakað í gegn eða þar til prjóni sem stungið er í miðja köku kemur hreinn upp. Mínar kökur voru í 40 mínútur í ofninum.

Krem:

400 g súkkulaði

2 dósir (360 g) 36% sýrður rjómi frá Gott í matinn

2 msk. síróp

2 tsk. vanilluextract

Smá sjávarsalt

Aðferð:

Bræðið súkkulaðið alveg. Takið af hitanum og hrærið sýrðum rjóma, sírópi, vanillu og salti vel saman við þar til þið hafið silkimjúkt krem. Best er að nota kremið fljótlega þar sem það stífnar aðeins þegar það fær að standa.

Dökk og dúnmjúk djöflaterta með súkkulaðikremi

Uppskriftirnar á veitingageirinn.is eru frá fagmönnum og áhugafólki á matargerð sem skilar fjölbreyttar og bragðgóðar uppskriftir til þín. Ef þú lumar á uppskrift sem þú vilt birta á veitingageirinn.is sendu okkur þá uppskriftina ásamt nafni á [email protected]

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið