Viðtöl, örfréttir & frumraun
Danny Mena með PopUp hjá Tres Locos – Fyrir þá huguðu, er hægt að bæta við engisprettum á matseðilinn
Stjörnukokkurinn og matreiðslubókarhöfundurinn Danny Mena verður með pop up hjá Tres Locos fimmtudaginn 26. til sunnudagsins 29. október. Til gamans má geta að Danny tók þátt í matarhátíðinni Food & Fun sem haldin var í mars s.l.
Danny er einn af vinsælustu mexíkósku matreiðslumönnum New York og lofaður af miðlunum Vanity Fair, Rolling Stone, Los Angeles Times og The New York Times.
Danny er þekktastur fyrir hefðbundna mexíkóska matargerð á veitingastöðum sínum Hecho en Dumbo og nú síðast á La Loncheria og Conejo.
Matseðillinn sem að Danny Mena mun bjóða upp á:
Réttir
Kolkrabba tostada með furikake japönskum kryddjurtum & ígulkers-mayo, 2.990 kr.
Fylltur jalapeño með confit önd í nogada sósu, 3.190 kr.
Íslensk krabba chilpachole með bleikju & hrognum, 3.190 kr.
Lambakóróna með svörtum baunum í borracha-sósu. Avókadóduft & hoja santa olía, 5.990 kr.
Eftirréttur
Cajeta-karamellu eldfjall með plantain ís & möndluköku 2.690 kr.
Fyrir þá huguðu!
Bæta við engisprettum á rétt 790 kr.
Tasting menu
Allir fimm réttirnir – 10.990 kr. á mann
Eingöngu í boði fyrir allt borðið
Matreiðslubókin Made in Mexico
Í tilefni komu Danny Mena verður Tres Locos með til sölu matreiðslubókina hans: Made in Mexico – the cookbook.
Verðið á bókinni er 8.900 kr.
Danni mun árita bókina á staðnum 26. – 28. október.
Um bókina:
Inspired by the best restaurants, fondas, loncherías, and taco stands in Mexico City and adapted for the home cook, Made in Mexico is a delicious blend of classic regional and contemporary Mexican cuisine from celebrated chef Danny Mena’s hometown.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Glæsilegt Þorrablót Íslendinga á Gran Canaria – Kristján Frederiksen matreiðslmeistari fór á kostum – Myndir
-
Starfsmannavelta4 dagar síðan
Snædís Xyza Mae Jónsdóttir ráðin yfirmatreiðslumeistari á Fröken Reykjavík Kitchen & Bar
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt13 klukkustundir síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Keppni3 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Frétt15 klukkustundir síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Er Guinness 0 algjörlega áfengislaus?