Uppskriftir
Caprese-salat með Parmaskinku
Þegar sumarið er á leiðinni kemur Caprese-salat með Parmaskinku manni í sumarskapið.
- 500 g mozzarella-ostur
- 3 stórir tómatar (má nota litla kokteiltómata)
- 50 g Parmaskinka (skorið)
- 3 msk. ólífuolía
- 1 búnt ferskt basil
- 1/4 tsk. flögusalt
- 1/8 tsk. svartur pipar
Þvoið tómatana og sneiðið í þykkar sneiðar. Þeir eru bestir skornir í að minnsta kosti 0,5 cm ca þykkar sneiðar. Þú getur fjarlægt kjarnann úr til að koma í veg fyrir að salatið verði með of mikinn vökva.
Losið vatnið af mozzarellaostinum. Skerið mozzarella-ostinn í sneiðar með um það bil sömu þykkt og tómatarnir.
Raðið lagskipt tómötum og mozzarellaosti í sneiðar. Ef þú vilt getur þú einnig bætt við sneiðum af Parmaskinku. Það getur þó verið góð hugmynd að halda Parmaskinkunni aðskildri ef einhverjir gestir vilja ekki borða hráskinku.
Stráið ólífuolíu yfir tómatana, mozzarellaostinn og Parmaskinkuna. Rífið hluta af ferskum basilblöðum ofan á fatið. Saltið og piprið eftir smekk.
Látið fatið eða diskinn standa í um það bil 15 mínútur áður en þið framreiðið.
Höfundur er Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður. Uppskrift þessi var birt í Bændablaðinu og er birt hér með góðfúslegu leyfi þeirra.

-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Gabríel Kristinn Bjarnason er Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Keppni4 dagar síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni5 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni3 dagar síðan
Andrés Björgvinsson er Gænmetiskokkur ársins 2025
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni
-
Keppni4 dagar síðan
Keppninni Grænmetiskokkur ársins 2025 lokið – Úrslit kynnt í Bjórgarðinum á morgun