Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bar fyrir Hálandahöfðingja
Skoski barinn Highlander er nýtilkomin viðbót í barflóru miðborgarinnar. Hann er til húsa í hinu gamla og virðulega Hvítakoti við Lækjargötu.
Innandyra á Highlander ríkir nú sannkölluð Hálandastemning, eins og nafnið gefur til kynna.
„Hann er svo skoskur barinn að það liggur við að maður fari að tala með hreim þegar maður kemur inn,“
segir Jón Páll Haraldsson rekstrarstjóri. Barinn stingur þannig í stúf við írskættuðu pöbbana Dubliners og Celtic Cross sem hafa átt miklum vinsældum að fagna.
Félagar Jóns Páls í rekstrinum römbuðu inn á barinn í Skotlandi, og leist svo vel á að þeir ákváðu að flytja hann með sér heim.
„Við tókum þjónana reyndar ekki með, sem við sjáum eftir núna. Þá þyrftum við ekki að vera að kenna starfsfólkinu að tala með skoskum hreim,“
segir Jón Páll kíminn.
„Húsgögnin, bækurnar og myndirnar er allt saman að utan,“
segir hann.
Highlander hefur verið opinn í rúma viku, en helgin sem nú gengur í garð verður nokkurs konar vígsluhelgi barsins. Inni á barnum ríkir yfirleitt rólegt andrúmsloft, enda fannst Jóni Páli mikil vöntun á stað þar sem fólk gæti rætt saman án þess að þurfa að öskra yfir háværa tónlist. Á því verður þó gerð nokkur breyting um helgina.
„Það mæta til okkar skoskir fjörkálfar með sekkjapípur og allan pakkann, og verða hjá okkur bæði í kvöld og annað kvöld. Þetta verður svona eins og upp til sveita í Hálöndunum,“
sagði Jón Páll í samtali við Visir.is
Mynd: úr safni
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni2 dagar síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati