Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Bar fyrir Hálandahöfðingja
Skoski barinn Highlander er nýtilkomin viðbót í barflóru miðborgarinnar. Hann er til húsa í hinu gamla og virðulega Hvítakoti við Lækjargötu.
Innandyra á Highlander ríkir nú sannkölluð Hálandastemning, eins og nafnið gefur til kynna.
„Hann er svo skoskur barinn að það liggur við að maður fari að tala með hreim þegar maður kemur inn,“
segir Jón Páll Haraldsson rekstrarstjóri. Barinn stingur þannig í stúf við írskættuðu pöbbana Dubliners og Celtic Cross sem hafa átt miklum vinsældum að fagna.
Félagar Jóns Páls í rekstrinum römbuðu inn á barinn í Skotlandi, og leist svo vel á að þeir ákváðu að flytja hann með sér heim.
„Við tókum þjónana reyndar ekki með, sem við sjáum eftir núna. Þá þyrftum við ekki að vera að kenna starfsfólkinu að tala með skoskum hreim,“
segir Jón Páll kíminn.
„Húsgögnin, bækurnar og myndirnar er allt saman að utan,“
segir hann.
Highlander hefur verið opinn í rúma viku, en helgin sem nú gengur í garð verður nokkurs konar vígsluhelgi barsins. Inni á barnum ríkir yfirleitt rólegt andrúmsloft, enda fannst Jóni Páli mikil vöntun á stað þar sem fólk gæti rætt saman án þess að þurfa að öskra yfir háværa tónlist. Á því verður þó gerð nokkur breyting um helgina.
„Það mæta til okkar skoskir fjörkálfar með sekkjapípur og allan pakkann, og verða hjá okkur bæði í kvöld og annað kvöld. Þetta verður svona eins og upp til sveita í Hálöndunum,“
sagði Jón Páll í samtali við Visir.is
Mynd: úr safni
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓJ&K–ÍSAM og Sjöstrand hefja öflugt samstarf
-
Keppni5 dagar síðanOpið fyrir innsendingar í ítalskri kokteilkeppni Tipsý
-
Vín, drykkir og keppni22 klukkustundir síðanErtu búinn að taka sunnudaginn frá fyrir BCA-verðlaunin?
-
Markaðurinn4 dagar síðanFLOTIÐ snýr aftur á Múlaberg, þjónar og kokkar skipta um hlutverk
-
Markaðurinn5 dagar síðanYfirmatreiðslumaður óskast til Marinar ehf. í fullt starf
-
Pistlar22 klukkustundir síðanEndurvakning Klúbbs Framreiðslumeistara
-
Markaðurinn4 dagar síðanÍslendingar pöntuðu hamborgara, franskar og helling af kokteilsósu
-
Markaðurinn3 dagar síðanGrænmetiseldhúsið með Peter De Wandel í Garra






