Uppskriftir
Bakaðir kleinuhringir með hlynsírópsgljáa
Þessir kleinuhringir eru sjúklega góðir! Kryddaðir með smá brúnkökukryddi sem gerir þá svolítið jólalega og svo hjúpaðir þessu ómótstæðilega hlynsíróps glaze’i með ekta vanillu.
Í alvöru, það er ekki eftir neinu að bíða! Farðu að baka!
Kleinuhringir, 12-14 stk
Hveiti, 180 g
Lyftiduft, 1,5 tsk
Matarsódi, 0,5 tsk
Salt, 0,25 tsk
Brúnkökukrydd, 1 tsk
Mjólk, 80 ml
Jógúrt, 80 ml
Smjör, 60 g
Vanilludropar, 2 tsk
Egg, 1 stk / Stórt
Púðursykur, 120 g
Pískið saman hveiti, lyftiduft, matarsóda, salt og brúnkökukrydd í stórri skál.
Bræðið smjörið og látið kólna smá. Pískið saman mjólk, jógúrt, bráðið smjör, vanilludropa, egg og púðursykur.
Blandið blautblöndunni saman við þurrefnablönduna með sleikju þar til allt hefur samlagast.
Spreyið eða smyrjið kleinuhringjaform með olíu.
Færið deigið í sprautupoka eða t.d. stóran samlokupoka og klippið á einn endann. Fyllið formin tæplega 3/4 leið upp af deigi og bakið í 10-11 mín í miðjum ofni.
Látið kólna í nokkrar mín áður en kleinuhringirnir eru fjarlægðir úr forminu.
Hlynsíróps „glaze“ gljái
Smjör, 60 g
Rjómi, 1 msk
Hlynsíróp. 60 ml
Vanillustöng, 1 stk
Flórsykur, 180 g
Bræðið smjör í potti við vægan hita. Skerið vanillustöng í tvennt og skafið fræin innan úr. Bætið vanillufræjum, rjóma og hlynsírópi út í og og hrærið þar til allt hefur samlagast.
Hrærið flórsykur saman við þar til allt hefur samlagast og slökkvið á hitanum.
Dífið kleinuhringjunum ofan í glaze’ið og setjið svo á vírgrind í 10 mín þar til glaze’ið harðnar.
Uppskrift og mynd: Matur og Myndir | Snorri Guðmundsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanAlfreð, fyrrverandi landsliðskokkur, tekur við veitingarekstri á Urriðavelli
-
Kokkalandsliðið6 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn5 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað
-
Markaðurinn5 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni






