Uppskriftir
Bakaðir kleinuhringir með hlynsírópsgljáa
Þessir kleinuhringir eru sjúklega góðir! Kryddaðir með smá brúnkökukryddi sem gerir þá svolítið jólalega og svo hjúpaðir þessu ómótstæðilega hlynsíróps glaze’i með ekta vanillu.
Í alvöru, það er ekki eftir neinu að bíða! Farðu að baka!
Kleinuhringir, 12-14 stk
Hveiti, 180 g
Lyftiduft, 1,5 tsk
Matarsódi, 0,5 tsk
Salt, 0,25 tsk
Brúnkökukrydd, 1 tsk
Mjólk, 80 ml
Jógúrt, 80 ml
Smjör, 60 g
Vanilludropar, 2 tsk
Egg, 1 stk / Stórt
Púðursykur, 120 g
Pískið saman hveiti, lyftiduft, matarsóda, salt og brúnkökukrydd í stórri skál.
Bræðið smjörið og látið kólna smá. Pískið saman mjólk, jógúrt, bráðið smjör, vanilludropa, egg og púðursykur.
Blandið blautblöndunni saman við þurrefnablönduna með sleikju þar til allt hefur samlagast.
Spreyið eða smyrjið kleinuhringjaform með olíu.
Færið deigið í sprautupoka eða t.d. stóran samlokupoka og klippið á einn endann. Fyllið formin tæplega 3/4 leið upp af deigi og bakið í 10-11 mín í miðjum ofni.
Látið kólna í nokkrar mín áður en kleinuhringirnir eru fjarlægðir úr forminu.
Hlynsíróps „glaze“ gljái
Smjör, 60 g
Rjómi, 1 msk
Hlynsíróp. 60 ml
Vanillustöng, 1 stk
Flórsykur, 180 g
Bræðið smjör í potti við vægan hita. Skerið vanillustöng í tvennt og skafið fræin innan úr. Bætið vanillufræjum, rjóma og hlynsírópi út í og og hrærið þar til allt hefur samlagast.
Hrærið flórsykur saman við þar til allt hefur samlagast og slökkvið á hitanum.
Dífið kleinuhringjunum ofan í glaze’ið og setjið svo á vírgrind í 10 mín þar til glaze’ið harðnar.
Uppskrift og mynd: Matur og Myndir | Snorri Guðmundsson
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt7 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Food & fun5 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Frétt23 klukkustundir síðan
Mest lesnu fréttir ársins 2024 á Veitingageirinn.is