Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Auður framreiðslumeistari og Andrés matreiðslumeistari opna kaffihúsið Á Bistró
Kaffihúsið Á Bistró opnaði formlega nú á dögunum og rekstraraðilar eru Auður Mikaelsdóttir framreiðslumeistari og Andrés Bragason matreiðslumeistari.
Á Bistró er staðsett við eitt fallegasta útivistarsvæði borgarinnar í Elliðaárdalnum við Elliðaárstöð.
Auður og Andrés höfðu áður rekið veitingahúsið Otto á Höfn í Hornafirði við góðan orðstýr.
Opnunartími Á Bistró er frá 09:00 – 22:00.
„Við erum veitingamenn frá Hótel- og matvælaskólanum, Reykvíkingar, fjölskyldufólk, náttúrunnendur og einlægir aðdáendur Elliðaárdals. Við erum full eftirvæntingar að opna og hitta ykkur öll á fallegasta staðnum í hjarta Reykjavíkur.“
segir Auður í fréttatilkynningu.
Á matseðlinum eru girnilegir heitir og kaldir réttir, barnvænlegir réttir, sætabrauð svo eitthvað sé nefnt. Einnig er boðið upp á gott kaffi, léttvín og bjór.
- Fiskur dagsins: þorskur með sítrónu, smælki og agúrku salati – 3490 kr.
Myndir: facebook / Elliðaárstöð

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Þjálfarar finnska og íslenska kokkalandsliðsins undir sama þaki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Mið-Austurlenskur þemadagur hjá Sælkeramat í samstarfi við Sumac – Vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Hrefna Rósa Sætran selur hlut sinn í Grillmarkaðnum, Trattoria og Rauttvín
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Nýjar vörur og tveir nýir birgjar
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bragðgóðir vegan valkostir frá Lindsay heildsölu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Keppni í „Kvöldmatur á korteri með íslensku lambi“ á Matarmarkaði Íslands í Hörpu 8. mars.
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Parmigiano “Gran Moravia” Osta- og Pastaveisla – 7. mars – Upplifðu einstakt matarævintýri á Bacco Pasta