Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Auður framreiðslumeistari og Andrés matreiðslumeistari opna kaffihúsið Á Bistró
Kaffihúsið Á Bistró opnaði formlega nú á dögunum og rekstraraðilar eru Auður Mikaelsdóttir framreiðslumeistari og Andrés Bragason matreiðslumeistari.
Á Bistró er staðsett við eitt fallegasta útivistarsvæði borgarinnar í Elliðaárdalnum við Elliðaárstöð.
Auður og Andrés höfðu áður rekið veitingahúsið Otto á Höfn í Hornafirði við góðan orðstýr.
Opnunartími Á Bistró er frá 09:00 – 22:00.
„Við erum veitingamenn frá Hótel- og matvælaskólanum, Reykvíkingar, fjölskyldufólk, náttúrunnendur og einlægir aðdáendur Elliðaárdals. Við erum full eftirvæntingar að opna og hitta ykkur öll á fallegasta staðnum í hjarta Reykjavíkur.“
segir Auður í fréttatilkynningu.
Á matseðlinum eru girnilegir heitir og kaldir réttir, barnvænlegir réttir, sætabrauð svo eitthvað sé nefnt. Einnig er boðið upp á gott kaffi, léttvín og bjór.
Myndir: facebook / Elliðaárstöð
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Slippurinn í Vestmannaeyjum tekur sitt síðasta tímabil 2025 – Gísli Matt: ástæða lokunarinnar er sú að við trúum því að allt gott taki enda
-
Frétt6 dagar síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
La Barceloneta er fyrsti veitingastaðurinn á Íslandi sem hlýtur ICEX viðurkenningu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Flottir ekta ítalskir réttir og pizzur af betri gerðinni – Fagnaðu gamlárskvöldinu með stæl á Piccolo – Myndir
-
Food & fun4 dagar síðan
Tveir íslenskir gestakokkar verða á Food and Fun hátíðinni í Stavanger
-
Uppskriftir1 dagur síðan
Vinsælustu uppskriftirnar árið 2024
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel6 dagar síðan
Árið 2024 var stórt ár fyrir matgæðinga á KEF
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun11 klukkustundir síðan
Þessi réttir stóðu upp úr hjá Michelin eftirlitsmönnum á árinu 2024