Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel
Auður framreiðslumeistari og Andrés matreiðslumeistari opna kaffihúsið Á Bistró
Kaffihúsið Á Bistró opnaði formlega nú á dögunum og rekstraraðilar eru Auður Mikaelsdóttir framreiðslumeistari og Andrés Bragason matreiðslumeistari.
Á Bistró er staðsett við eitt fallegasta útivistarsvæði borgarinnar í Elliðaárdalnum við Elliðaárstöð.
Auður og Andrés höfðu áður rekið veitingahúsið Otto á Höfn í Hornafirði við góðan orðstýr.
Opnunartími Á Bistró er frá 09:00 – 22:00.
„Við erum veitingamenn frá Hótel- og matvælaskólanum, Reykvíkingar, fjölskyldufólk, náttúrunnendur og einlægir aðdáendur Elliðaárdals. Við erum full eftirvæntingar að opna og hitta ykkur öll á fallegasta staðnum í hjarta Reykjavíkur.“
segir Auður í fréttatilkynningu.
Á matseðlinum eru girnilegir heitir og kaldir réttir, barnvænlegir réttir, sætabrauð svo eitthvað sé nefnt. Einnig er boðið upp á gott kaffi, léttvín og bjór.
- Fiskur dagsins: þorskur með sítrónu, smælki og agúrku salati – 3490 kr.
Myndir: facebook / Elliðaárstöð
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Frétt5 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Ný bylgja í vínheiminum – Fyrsta áfengislausa vínverslunin opnar í hjarta vínborgarinnar Bordeaux
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Frétt1 dagur síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati