Viðtöl, örfréttir & frumraun
Atoboy kokkarnir Mark Nobello og Jon Cabral á Íslandi – Jon: „spenntur að heimsækja Ísland í fyrsta skipti“
Dagana 6.-8. október (fim-lau) mæta tveir matreiðslumeistarar frá New York frá kóreska veitingastaðnum Atoboy á Héðinn Kitchen & Bar. Atoboy byggir á hefðum kóreskrar matargerðar og notar New York borg sem innblástur og leiksvið.
Matreiðslumenn Atoboy hafa sett saman einstakan 5 rétta matseðil þar sem íslenskt hráefni mætir kóreskum NYC stíl. Hægt verður að skella sér í vínpörun með seðlinum til að gera upplifunina enn ánægjulegri.
“Við erum mjög spennt að geta loksins verið með viðburð þar sem við fáum til okkar matreiðslumeistara frá virtum stöðum út í heimi að koma til Íslands. Þeir Mark Nobello og Jon Cabral eru metnaðarfullir matreiðslumeistarar og hafa mikla ástríðu fyrir matargerð og hafa starfað undir handleiðslu eiganda Atoboy og Atomix, en Atomix er 2 stjörnu Michelin veitingastaður sem er á lista yfir 50 bestu veitingastaði í heimi.
Atoboy hefur verið Michelin Bib Gourmand síðan 2017, og er nú með Michelin plötu viðurkenningu. Landsliðskokkar Héðins eru spenntir að taka á móti og vinna með þeim þessa dagana og læra eitthvað nýtt.”
segir Elli.
“Það er alltaf gaman að skapa ný tengsl á milli staða. Við hvetjum öll sem hafa áhuga á kóreskri matargerð og bara góðum mat að kíkja til okkar yfir þessa daga. Þetta verður mjög spennandi, það verður DJ á fimmtudaginn og við höfum sett saman vínpörun sem gefur upplifuninni meira bragð.
Það verður einnig hægt að skella sér í kokteila. Eldamennskan fer nánast öll fram yfir grillinu okkar sem er út í sal svo það verður smá show úr þessu, lifandi og opið eldhús,”
segir Viggó.
Atoboy hefur fengið frábæra umfjöllun frá því þeir opnuðu fyrst árið 2016 hefur m.a. verið fjallað um staðinn í NY Times, Michelin Guide, og OAD (Opinionated About Dining)
Um Atoboy kokkana
Jon Cabral „spenntur að heimsækja Ísland í fyrsta skipti“
Kokkurinn Jon Cabral er fæddur og uppalinn í Guam þar sem foreldrar hans áttu lítinn filippseyskan veitingastað. Æskuminningar hans eru uppfullar af því að eyða dögunum á veitingastaðnum og horfa á móður sína elda mismunandi rétti frá hinum fjölbreyttu svæðum Filippseyja. Það var á þessum fyrstu árum sem hann vildi prófa að starfa við matreiðslu, sem leiddi til þess að hann skráði sig í Culinary Institute of America í Hyde Park, New York.
Jon vonar að geta einn daginn deilt filippseyskum mat með umheiminum alveg eins og móðir sín en með fágaðari sjónarhorni. En hún er hans mesti innblástur.
Fyrir utan matreiðslu í eldhúsinu hefur Jón einnig mikinn áhuga á því sem fer fram í matsalnum og fylgist með list gestrisninnar í flæði þjónustu og samskipta við gesti.
Uppáhalds eldunaraðferð Jons í matreiðslu er kolagrill sem á stóran þátt í ást Guam og Hawaii á grilluðum mat. Sambland af ólíkum þáttum sem grillið gefur matnum s.s. reyk, áferð og stökkar brúnir, sem er einmitt það sem hár hiti viðarkola mynda og gerir grillmatinn ómótstæðilegan.
„Það er mér heiður að fá tækifæri til að taka þátt í samstarfi Héðins og Atoboy. Ég er ekki bara spenntur að heimsækja Ísland í fyrsta skipti heldur líka til að læra meira um menninguna, matinn og hráefnin sem landið hefur uppá að bjóða.
Ég hef alltaf notið útivistar og metið náttúruna og Ísland virðist vera fullkominn staður til að njóta þess.“
Mark Nobello „Mér datt aldrei í hug að ég gæti ferðast til Íslands“
Mark Nobello er fæddur og uppalinn í Queens, New York. Áhugi Mark á velja matreiðslu sem starfsferil var innblásinn af foreldrum hans, frá hæfileika þeirra til að búa til töfrandi mat úr einföldu hráefni – einnig að nota mat sem lækningu og matargerð sem helgisiður.
Þessa stundina hefur Mark áhuga á mismunandi formum varðveislu matar t.d. á gerjun. Matarbúr Atoboy er stórt og fjölbreytt og sum gerjuðu hráefnin eru yfir 2 ára gömul.
“Gerjun gerir manni kleift að nýta skammvinnt hráefni í miklu lengri tíma, það er áskorun fyrir mig að hugsa nokkrar árstíðir fram í tímann fyrir þróun matseðils. Þessa dagana vinn ég að því að fara yfir gjöfula síðsumars uppskeru og hvernig best er að varðveita og geyma tómata, kúmquats, huckleberries og sumarpipar”
Uppáhaldsréttir Marks eru m.a. hefðbundinn filippseyskur nautahnetupottréttur sem heitir Kare Kare, kóresk svínasíða með ssamjang og hrísgrjónum, og sakbitna sælan (guilty pleasure) er kóreskar instant ramyun (Shin!) með salt og edik flögum.
„Mér datt aldrei í hug að ég gæti ferðast til Íslands og í rauninni að elda á Íslandi ef út í það er farið. Sem New Yorkbúi – fæddur og uppalinn – hafa ekki verið mörg tækifæri fyrir mig að fara til útlanda til að segja sögur mínar með mat.
Ég er þakklátur fyrir þessa reynslu og fyrir tækifærið að vera fulltrúi Atoboy erlendis á meðan ég læri meira um menningu og sögu íslenskrar matargerðar með teyminu hjá Héðinn Kitchen & Bar.“
Vídeó – ATOBOY
Viðtal við eiganda Atoboy, Junghyun Park
Panta borð
Tryggðu þér borð núna á Dineout.is.
Myndir: aðsendar
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Keppni4 dagar síðan
Guðmundur og Svala hrepptu titilinn Íslandsmeistarar í brauðtertugerð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Keppni4 dagar síðan
Ingi Þór Einarsson á Útópía er hraðasti Barþjónn Íslands – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Einstaklega vel heppnað matarmót – Myndaveisla
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Vel mætt á aðalfund Barþjónaklúbbs Íslands – Nýtt fríðindakerfi fyrir meðlimi klúbbsins – Myndir
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Edda Heildverslun – Stóreldhús 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða