Viðtöl, örfréttir & frumraun
Árni Þór og Þórir Erlings í Singapore á alþjóðlega kokkadeginum
Tuttugasti október er alþjóðlegi kokkadagurinn en hann hefur verið haldin hátíðlegur víða um heim undanfarin ár. Að þessu sinni hefst eining heimsþing matreiðslumanna en það er haldið í Singapore næstu daga en því líkur þann 22. október. Á þinginu verður meðal annars kjörin nýr forseti en Thomas A. Gugler sem verið hefur verið forseti síðustu átta árinn lýkur sínu embætti á þinginu.
Kosið verður milli tveggja framboða sem bæði eru skipuð fimm matreiðslumönnum. Þau er leidd annars vegar af Andy Cuthbert, frá Dubai, Kristine Hartviksen fyrrverandi forseti norðurlandasamtaka matreiðslumanna er í hluti af framboði hans og hins vegar af Manjit Gill frá Indlandi.
Tveir fulltrúar Klúbbs matreiðslumeistara eru staddir á þinginu þeir Árni Þór Arnórsson og Þórir Erlingsson forseti KM. Þeir eru þar í góðum félagsskap norðurlandana en norðurlöndin standa saman á þessum þingum svo eftir er tekið, að því er fram kemur á kokkalandslidid.is.
Þingið er haldið á Marina Bay Sand hótelinu, en hótelið og umhverfi þess er allt hið glæsilegasta. Laugardagskvöldið nítjánda október var fyrsti viðburður þingsins en þá var svokallaður „ísbrjótur.“ Veitingar voru glæsilegar og mikil gleði ríkti meðal þinggesta eins og alltaf þegar stór hópur af matreiðslumönnum koma saman. Þingið var svo sett kl. 09.00, þann tuttugusta október. Með fréttinni er nokkrar myndir frá ísbrjótinum og setningunni.
Myndir: kokkalandslidid.is

-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Nýr veitingastaður í Hafnarfirði – „Vel vandað til verka á Sydhavn“ – matreiðslumeistarinn Sigurður gefur topp einkunn
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Ný kynslóð kjötiðnaðarmanna – Myndasafn af nemendum að störfum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðan
Hlaðvarpið sem fagmenn í veitingageiranum elska – MatMenn bjóða upp á innsýn í bransann
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fastus – ein heild á ný
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Yfirkokkur óskast á Fosshótel Húsavík – Executive chef Wanted at Fosshotel Húsavík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Vorið kallar á nýsköpun og skapandi hugmyndir hjá Noma og MAD
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Fyrsta 3D-prentaða kaffihúsið rís í Texas