Vertu memm

Smári Valtýr Sæbjörnsson

Árni og Bruno á Heimsmeistaramót barþjóna í Tokyo – Haldið dagana 16. til 21. október

Birting:

þann

Árni Gunnarsson og Bruno Belo Falcao

Árni keppir í kokteilum og Bruno í barkúnstum

Barþjónaklúbbur Íslands mun senda tvo keppendur þá Árna Gunnarsson Íslandsmeistara barþjóna 2016 sem mun keppa í „WCC Sparkling Cocktail“ og Bruno Belo Falcao sem mun keppa í „WCC Flairtenting“.

Það er Barþjónaklúbbur Íslands sem hefur haft veg og vanda að undirbúningi og verða tveir fulltrúar úr stjórn klúbbsins með í för sem koma einnig til með að sitja aðalfund Heimssamtakanna IBA sem haldin er á sama tíma.

Snapchat vinir veitingageirans geta fylgst vel með ferðinni og keppninni ásamt fréttum hér á veitingageirinn.is.

Bruno Belo mun keppa þriðjudaginn 18. október og Árni fimmtudaginn 20. október.  Nánari tímasetning verður auglýst síðar.

 

Myndir: bar.is

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið