Viðtöl, örfréttir & frumraun
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
Aprílfundur Klúbbs Matreiðslumeistara Reykjavík fór fram í byrjun apríl í glæsilegum höfuðstöðvum IKEA í Kauptúni. Fundurinn var vel sóttur og skapaðist þar hlýleg stemning í faglegu umhverfi.
Gestgjafar fundarins voru þeir Jón Ingi Einarsson, veitingastjóri IKEA, og Ari Karlsson, yfirmatreiðslumaður, sem tóku vel á móti félagsmönnum og kynntu nýjustu breytingar á starfsemi IKEA. Leiðsögn var veitt um veitingasvæðið, nýbyggingu og eldhús fyrirtækisins, þar sem daglega eru framreiddar fjölmargar máltíðir fyrir gesti og starfsfólk. Að skoðunarferð lokinni var boðið upp á fjölbreytt úrval veitinga, þar á meðal smurbrauð og ástarpunga.
Á fundinum gerði Árni Þór Arnórsson, formaður KM Reykjavík og varaformaður Worldchefs Without Borders, grein fyrir alvarlegu ástandi í Myanmar eftir jarðskjálfta sem mældist 7,7 á Richter. Lagði hann til að happdrætti fundarins rynni óskipt til styrktar samstarfsfólki í Myanmar, sem starfar við afar erfiðar aðstæður. Tillagan var samþykkt og skilaði happdrættið góðum árangri.
Einnig voru nýafstaðnar keppnirnar Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins teknar fyrir. Félagsmönnum var sérstaklega þakkað fyrir mikla þátttöku og ómetanlega aðstoð við framkvæmd keppnanna.
Á fundinum buðu þau Árni Þór Arnórsson og Ingibjörg Helga Ingólfsdóttir sig fram til áframhaldandi setu sem formaður og ritari Klúbbs matreiðslumeistara Reykjavík, og voru þau sjálfkjörin til starfa næsta starfsár.
Þetta var síðasti reglulegi fundur starfsársins, en aðalfundur Klúbbsins fer fram þann 3. maí næstkomandi.
Að lokum fær IKEA kærar þakkir fyrir höfðinglegar og fagmannlegar móttökur.
Myndir: Klúbbur Matreiðslumeistara
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Markaðurinn4 dagar síðanÓska eftir rekstraraðila fyrir 65 herbergja heilsárshótel á landsbyggðinni
-
Markaðurinn4 dagar síðanErt þú aðilinn sem við erum að leita að?
-
Markaðurinn2 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Markaðurinn3 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn3 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt2 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn1 dagur síðanOpnunartími hjá Nathan um hátíðarnar





















