Viðtöl, örfréttir & frumraun
Aprílfundur KM: Veitingasvæði Ikea skoðað, mannúðarmál rædd og happdrætti til styrktar Myanmar bar góðan árangur – Myndir
Aprílfundur Klúbbs Matreiðslumeistara Reykjavík fór fram í byrjun apríl í glæsilegum höfuðstöðvum IKEA í Kauptúni. Fundurinn var vel sóttur og skapaðist þar hlýleg stemning í faglegu umhverfi.
Gestgjafar fundarins voru þeir Jón Ingi Einarsson, veitingastjóri IKEA, og Ari Karlsson, yfirmatreiðslumaður, sem tóku vel á móti félagsmönnum og kynntu nýjustu breytingar á starfsemi IKEA. Leiðsögn var veitt um veitingasvæðið, nýbyggingu og eldhús fyrirtækisins, þar sem daglega eru framreiddar fjölmargar máltíðir fyrir gesti og starfsfólk. Að skoðunarferð lokinni var boðið upp á fjölbreytt úrval veitinga, þar á meðal smurbrauð og ástarpunga.
Á fundinum gerði Árni Þór Arnórsson, formaður KM Reykjavík og varaformaður Worldchefs Without Borders, grein fyrir alvarlegu ástandi í Myanmar eftir jarðskjálfta sem mældist 7,7 á Richter. Lagði hann til að happdrætti fundarins rynni óskipt til styrktar samstarfsfólki í Myanmar, sem starfar við afar erfiðar aðstæður. Tillagan var samþykkt og skilaði happdrættið góðum árangri.
Einnig voru nýafstaðnar keppnirnar Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins teknar fyrir. Félagsmönnum var sérstaklega þakkað fyrir mikla þátttöku og ómetanlega aðstoð við framkvæmd keppnanna.
Á fundinum buðu þau Árni Þór Arnórsson og Ingibjörg Helga Ingólfsdóttir sig fram til áframhaldandi setu sem formaður og ritari Klúbbs matreiðslumeistara Reykjavík, og voru þau sjálfkjörin til starfa næsta starfsár.
Þetta var síðasti reglulegi fundur starfsársins, en aðalfundur Klúbbsins fer fram þann 3. maí næstkomandi.
Að lokum fær IKEA kærar þakkir fyrir höfðinglegar og fagmannlegar móttökur.
Myndir: Klúbbur Matreiðslumeistara
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan„Þetta er galið“ segir Gunnar Karl – Þriðja svindlsíðan komin í loftið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMúlaberg slær öll met: Yfir 4.000 gestir í jólahlaðborð á fimm vikum
-
Kokkalandsliðið3 dagar síðanKM, Kokkalandsliðið og 3D Verk skrifa undir nýjan samstarfssamning
-
Markaðurinn3 dagar síðanPampero og hefðin á bak við eitt þekktasta romm Venesúela
-
Vín, drykkir og keppni3 dagar síðanÍslenskir barþjónar og barir tilnefndir í áttunda sinn til BCA-verðlauna
-
Markaðurinn3 dagar síðanStóreldhúslausnir á einum stað hjá Bako Verslunartækni
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðanMichael O’Hare opnar nýjan veitingastað eftir erfiðan kafla í rekstri
-
Markaðurinn11 klukkustundir síðanLe Tribute – Hágæða drykkjarvörur koma á íslenskan markað





















