Uppskriftir
Alvotech kokkarnir buðu upp á hrollvekjandi kræsingar – Uppskrift: Rauð flauelskaka með rjómaostakremi
Mötuneytið í Alvotech er þekkt fyrir að bjóða upp á fjölbreyttar, hollustu- og bragðgóðar máltíðir, en allt annað var upp á teningnum hjá mötuneytinu nú á dögunum.
Boðið var upp á hrekkjavöku mat í tilefni Hrekkjavöku, en hátíðin verður haldin hátíðleg á morgun, fimmtudaginn, 31. október.
Kokkarnir hjá Alvotech elda fyrir 550 manns á hverjum degi, þar sem boðið er upp á nýbakað súrdeigsbrauð á hverjum degi með þeyttu smjöri, pestó og hummus.
Tvisvar í viku er fiskur á boðstólnum, kjötréttir að minnsta kosti tvisvar í viku ásamt léttum réttum á mánudögum. Vegan réttur er í boði alla daga vikunnar, vegan-bar með 3 mismunandi elduðum salötum. Einnig er fullhlaðinn salatbar og súpa í boði á hverjum degi svo fátt eitt sé nefnt.
„Á svona dögum gerum við enn betur og gerum okkur glaðan dag. Hér settum við upp skemmtilegt Halloween þema þar sem við skreyttum salinn og buðum upp á hrollvekjandi mat.“
Sagði Logi Brynjarsson yfirmatreiðslumeistari Alvotech hress í samtali við veitingageirinn.is.
Boðið var upp á BBQ rif, franskar, blóðsúpu (rauðbeðu) red velved köku, nammibar, útskorin grasker og í þau var settur þurrís til að gera þetta enn hryllilegra. Matseðilinn er hægt að skoða hér að neðan.
Uppskrift og vídeó
Logi slettir „blóði“ á kökuna:
Meðfylgjandi er uppskriftin af Red velvet cake eða rauða flauelskakan með rjómaostakremi
Athugið að þetta er uppskrift fyrir stóreldhús. (3,5 kg í gastro) (15 gastro í sviga)
825 g hveiti (12,375kg)
54 g maizena (810g)
42 g kakóduft (630g)
1,5 tsp matarsódi (12g)
3 tsp lyftiduft (23g)
1,5 tsp salt (12g)
258 g smjör (3,87kg)
423 g olía (6,345liter)
1032 g sykur (15,48kg)
180g egg (2,7kg)
36 g vanilla dropar (540g)
4,5 tsp hvít edik (33g)
114 g rauður matarlitur (1,7liter)
474 g súrmjólk (7,11liter)
Rjómaostakrem (2,1 í gastró) (15 gastro í sviga)
450 g smjör mjúkt (6,75kg)
1140 g flórsykur (17,1kg)
570 g rjómaostur (8,55kg)
3 msk vanilludropar (22g)
3 tsk sítrónusafi (10g)
Aðferð
Hita ofninn í 160 °C á blæstri
Sigta allar þurrvörur
Þeyta smjör egg og olíu þar til létt og ljóst
Eggjum bætt út í smjörið smá og smá í einu
Vanilla, edik og matarlit blandað við smjörið
Blandað rólega helmingnum af þurrvörum við smjör blöndu. Þá blandast öll súrmjólkin við. Að lokum restin af þurrvörum og blandað rólega.
Myndir: aðsendar

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Kokkur á miðunum: Guðmundur H. Helgason eldar fyrir áhöfn Breka VE – Fylgist með á Snapchat: Veitingageirinn
-
Keppni4 dagar síðan
Frábær árangur í Global Chef Challenge – Hinrik Örn og Andrés tryggja sér sæti í Global Chef Challenge 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Bolla sem kemur skemmtilega á óvart
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Góður matur, góð viðskipti: Þekktir veitingastaðir með gríðarlega veltu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Mötuneyti í nýju húsnæði Landsbankans fær Svansvottun
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið íslenskra matreiðslumanna fær kraftmikinn stuðning frá Íslandshótelum
-
Keppni4 dagar síðan
Verður þú hraðasti og snyrtilegasti barþjónninn?
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Einstakt, dýrmætt og eftirsótt – Hvað gerir Masseto svo sérstakt?