Vertu memm

Bocuse d´Or

Æfir 5-6 daga vikunnar | Keppt er með vatna urriða og perluhænu í Bocuse d´Or

Birting:

þann

Sigurður Helgason

Sigurður Helgason yfirmatreiðslumeistari Grillsins er fulltrúi Íslands í Bocuse d´Or keppninni sem haldin verður dagana 27. og 28. janúar næstkomandi í Lyon í Frakklandi, en Sigurður mun keppa 27. janúar.

Það var í lok nóvember sem kynnt var fyrir keppendur hvaða tegund af fisk verður í keppninni, en það er Franskur vatna urriði og kjöt þema er Perluhæna.

Franskur vatna urriði
Fiskurinn er Franskur vatna urriði og fær hver keppandi 10 stk., 270-330 gr. í heilu.  Breyting er á fiski þemanu frá síðustu keppni, en keppendur fá eingöngu tvo mánuði til að æfa fiskinn.  Einnig verður fiskurinn framreiddur á disk, en ekki á fati.  Meðlætið með fisknum á að vera að minnsta kosti 50% af réttinum.  Allt það grænmeti skal vera valið af markaði sem sett er upp daginn fyrir keppni.  Einnig verður eitt mentatory grænmeti á markaðnum sem keppendur eiga að nota, þannig að fiski þemað er einskonar leyndarkarfa.

Perluhæna
Kjötið er Perluhæna, en þar fá keppendur þrjá heila fugla.  Perluhænan er framreidd á fati eins og tíðkast hefur í Bocuse d´Or.  Á fatinu skal vera eitt höfuðstykki og að minnsta kosti þrjú meðlæti.  Hluti af stigagjöfinn fyrir kjötið er Þjóðleg útfærsla, bæði í útliti og bragði.

Ég er að æfa 5-6 daga vikunnar.  Það má segja að stóra pressan hafi byrjað þegar fiskurinn var tilkynntur.  Tímaæfingar eru tvisvar í viku þar til ég fer í keppnina.  Í desember fékk ég í hendurnar sérsmíðað fat fyrir kjötið og er það núna notað fyrir allar tímaæfingar

, sagði Sigurður hress í samtali við veitingageirinn.is.

 

/Smári

twitter og instagram icon

 

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið