Bocuse d´Or
Æfir 5-6 daga vikunnar | Keppt er með vatna urriða og perluhænu í Bocuse d´Or
Sigurður Helgason yfirmatreiðslumeistari Grillsins er fulltrúi Íslands í Bocuse d´Or keppninni sem haldin verður dagana 27. og 28. janúar næstkomandi í Lyon í Frakklandi, en Sigurður mun keppa 27. janúar.
Það var í lok nóvember sem kynnt var fyrir keppendur hvaða tegund af fisk verður í keppninni, en það er Franskur vatna urriði og kjöt þema er Perluhæna.
Franskur vatna urriði
Fiskurinn er Franskur vatna urriði og fær hver keppandi 10 stk., 270-330 gr. í heilu. Breyting er á fiski þemanu frá síðustu keppni, en keppendur fá eingöngu tvo mánuði til að æfa fiskinn. Einnig verður fiskurinn framreiddur á disk, en ekki á fati. Meðlætið með fisknum á að vera að minnsta kosti 50% af réttinum. Allt það grænmeti skal vera valið af markaði sem sett er upp daginn fyrir keppni. Einnig verður eitt mentatory grænmeti á markaðnum sem keppendur eiga að nota, þannig að fiski þemað er einskonar leyndarkarfa.
Perluhæna
Kjötið er Perluhæna, en þar fá keppendur þrjá heila fugla. Perluhænan er framreidd á fati eins og tíðkast hefur í Bocuse d´Or. Á fatinu skal vera eitt höfuðstykki og að minnsta kosti þrjú meðlæti. Hluti af stigagjöfinn fyrir kjötið er Þjóðleg útfærsla, bæði í útliti og bragði.
Ég er að æfa 5-6 daga vikunnar. Það má segja að stóra pressan hafi byrjað þegar fiskurinn var tilkynntur. Tímaæfingar eru tvisvar í viku þar til ég fer í keppnina. Í desember fékk ég í hendurnar sérsmíðað fat fyrir kjötið og er það núna notað fyrir allar tímaæfingar
, sagði Sigurður hress í samtali við veitingageirinn.is.

-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Nemamyndin: Hótel Saga – Veturinn 1986-1987
-
Keppni1 dagur síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna í hörkuformi fyrir París – Tímamælingar lofa góðu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Bako Verslunartækni er nýr sölu- og þjónustuaðili TurboChef ofna á Íslandi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
ÓJ&K – ÍSAM bauð KM-félögum upp á veislu – Konditorar boðnir velkomnir – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Ekki lengur bara sjálfboðavinna – Matreiðslumeistarar með nýja bækistöð
-
Vín, drykkir og keppni17 klukkustundir síðan
Upplifðu franska vínmenningu með Gunna Palla & Georg Leite
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Sætur draumur að veruleika: Dagur í lífi eiganda Sweet Aurora
-
Keppni1 dagur síðan
Ísland í sigursæti á alþjóðlegri kokteilakeppni – Myndir