Frétt
Aðgerðaáætlun í plastmálefnum gefin út
Umhverfis- og auðlindaráðherra kynnti á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun áætlunina Úr viðjum plastsins. Hún samanstendur af 18 aðgerðum sem miða að því að draga úr plastnotkun í samfélaginu, auka endurvinnslu plasts og sporna gegn plastmengun í hafi.
Sjá áætlunina Úr viðjum plastsins hér.
Meira en helmingur aðgerðanna er þegar kominn til framkvæmda, til að mynda bann við afhendingu burðarpoka án gjaldtöku. Í sumar samþykkti Alþingi frumvarp umhverfis- og auðlindaráðherra þar sem bann var lagt við markaðssetningu ýmissa einnota plastvara, svo sem bómullarpinna, hnífapara og blöðruprika.
Sjá einnig:
Algengar einnota vörur úr plasti verða óheimilar á næsta ári
Unnið er að því að skylda flokkun á úrgangi og samræma flokkunarmerkingar á landinu öllu með frumvarpi sem lagt verður fram á alþingi í vetur. Þá á að auka endurvinnslu á plasti með hagrænum hvötum. Á næsta áratug mun ríkið aðstoða sveitarfélög á landinu fjárhagslega svo hægt sé að ráðast í frekari endurbætur á fráveitukerfum og hefta þannig losun örplasts í hafið, til að mynda með grænum ofanvatnslausnum. Auglýst verður eftir verkefnum á heimasíðu ráðuneytisins í haust. Um allar þessar aðgerðir er nánar fjallað í áætluninni.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra:
„Að ráðast gegn plastmengun er áskorun sem allar þjóðir heimsins standa frammi fyrir og hafa óæskileg áhrif plastmengunar á lífríki komið æ betur í ljós á síðustu árum og er mikilvægt fyrir íslenskt samfélag að grípa til aðgerða til að draga úr óábyrgri og óþarfri notkun plasts hér á landi, auka endurvinnslu plasts og lágmarka magn þess plasts sem ratar út í umhverfið, ekki síst til sjávar.“
Aðgerðirnar byggja á tillögum samráðsvettvangs um aðgerðaáætlun í plastmálefnum sem ráðherra skipaði árið 2018 og í sátu fulltrúar stjórnvalda, atvinnulífs, félagasamtaka og þingflokka.
Mynd: úr safni

-
Markaðurinn5 dagar síðan
Matreiðslumaður óskast á veitingahúsið Sauðá á Sauðárkróki
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Centrum stækkar með nýrri viðbót í gamla Pósthúsbarnum
-
Keppni3 dagar síðan
Dagur Jakobsson sigraði í Graham’s Blend Series Kokteil keppninni – Myndir og vídeó
-
Keppni3 dagar síðan
Hraði og hreinlæti tryggðu Sævari Helga sigur í barþjónakeppninni – Myndaveisla
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Einstök keppni í dag á Gilligogg – hver hristir besta kokteilinn í Graham’s Blend Series?
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ostakubbur bakaður með eggjum – einföld og dásamleg uppskrift
-
Nemendur & nemakeppni3 dagar síðan
Áhugaverð atvinnutækifæri: Veitingastaðir leita að metnaðarfullum nemum
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Þjónar og barþjónar óskast – spennandi tækifæri