Frétt
Áætlað að breyta Súfistann í Mathöll
Fyrirætlanir eru um að byggja við Strandgötu 9, í Hafnarfirði sem nú hýsir kaffihúsið Súfistann, og breyta jarðhæð húsnæðisins í mathöll. Viðbyggingin verður vestan og norðan við núverandi hús. Þá er gert ráð fyrir að níu smáíbúðir verði skipulagðar í viðbyggingunni.
Fyrirspurn þessa efnis var lögð fyrir skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðarbæjar í vikunni, sem að Fréttablaðið vekur athygli á.
Tekið var jákvætt í erindið, en hugmyndin er ekki ný af nálinni því að lengi hefur legið fyrir leyfi til þess að byggja við húsið. Í nýju hugmyndinni er þó gert ráð fyrir að byggingamagnið aukist og að íbúðirnar verði níu talsins í stað þriggja áður.
Á jarðhæð viðbyggingarinnar og í því rými sem nú hýsir Súfistann er ráðgert að skipuleggja litla mathöll með fjórum til fimm veitingastöðum og sameiginlegu rými fyrir 80 gesti. Á annarri hæð nýbyggingarinnar verði síðan fimm íbúðir á bilinu 33-50 fermetrar og á þriðju hæð hússins verði fjórar 33 fermetra íbúðir. Í kjallara nýbyggingarinnar verði meðal annars vinnuaðstaða fyrir mathöllina, kælar, lager og starfsmannaaðstaða.
Í fyrirspurninni kemur fram að þegar hafi nokkrir veitingastaðir sem getið hafi sér gott orð, bæði í Hafnarfirði og utan bæjarins, lýst yfir áhuga á verkefninu og að hugmyndin sé að bjóða upp á svipaða blöndu veitingastaða og er í Mathöllinni á Hlemmi.
Myndir: Tölvuteiknaðar / aok.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun18 klukkustundir síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun17 klukkustundir síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Frétt3 dagar síðan
Jamie Oliver rífur þögnina um erfitt samband sitt við Marco Pierre White
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Lúxus á útsölu – Fairmont Grand Hotel selur innanstokksmuni fyrir breytingar – Talið vera stærsta uppboð sinnar tegundar í Evrópu
-
Frétt3 dagar síðan
Launahækkun í næsta launaumslagi – Allir eiga að fá hækkun, hvort sem þeir eru á taxtalaunum eða umsömdum launum
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fróðlegt námskeið á Tipsý með viskísérfræðingnum Toffa frá Dillon
-
Keppni5 dagar síðan
Ashley Marriot vann Barlady keppnina á Íslandi – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Kaffipressan kaupir Kaffistofuna – styrkir sérkaffimenningu á Íslandi