Vertu memm

Frétt

Áætlað að breyta Súfistann í Mathöll

Birting:

þann

Súfistinn við strandgotu 9 - Hafnarfjörður

Fyrirætlanir eru um að byggja við Strandgötu 9, í Hafnarfirði sem nú hýsir kaffihúsið Súfistann, og breyta jarðhæð húsnæðisins í mathöll. Viðbyggingin verður vestan og norðan við núverandi hús. Þá er gert ráð fyrir að níu smáíbúðir verði skipulagðar í viðbyggingunni.

Fyrirspurn þessa efnis var lögð fyrir skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðarbæjar í vikunni, sem að Fréttablaðið vekur athygli á.

Tekið var jákvætt í erindið, en hugmyndin er ekki ný af nálinni því að lengi hefur legið fyrir leyfi til þess að byggja við húsið. Í nýju hugmyndinni er þó gert ráð fyrir að byggingamagnið aukist og að íbúðirnar verði níu talsins í stað þriggja áður.

Súfistinn við strandgotu 2 - Hafnarfjörður

Hugmyndin er ekki ný af nálinni því að lengi hefur legið fyrir leyfi til þess að byggja við húsið

Á jarðhæð viðbyggingarinnar og í því rými sem nú hýsir Súfistann er ráðgert að skipuleggja litla mathöll með fjórum til fimm veitingastöðum og sameiginlegu rými fyrir 80 gesti. Á annarri hæð nýbyggingarinnar verði síðan fimm íbúðir á bilinu 33-50 fermetrar og á þriðju hæð hússins verði fjórar 33 fermetra íbúðir. Í kjallara nýbyggingarinnar verði meðal annars vinnuaðstaða fyrir mathöllina, kælar, lager og starfsmannaaðstaða.

Í fyrirspurninni kemur fram að þegar hafi nokkrir veitingastaðir sem getið hafi sér gott orð, bæði í Hafnarfirði og utan bæjarins, lýst yfir áhuga á verkefninu og að hugmyndin sé að bjóða upp á svipaða blöndu veitingastaða og er í Mathöllinni á Hlemmi.

Myndir: Tölvuteiknaðar / aok.is

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið