Frétt
Breytingar á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi í samráðsgátt
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lagt í samráðsgátt breytingu á reglugerð um vöruval, innkaup og dreifingu ÁTVR á áfengi.
Hæstaréttur komst að þeirri niðurstöðu í desember síðastliðnum að sá hluti reglugerðarinnar, sem kvað á um að vöruval ÁTVR skyldi byggjast á framlegð vara (mismun á innkaupsverði og söluverði) skorti lagastoð. Í dómnum kemur fram að lög um verslun með áfengi og tóbak, sem reglugerðin byggist á, heimili að vöruval ÁTVR taki mið af eftirspurn. Þar sé hins vegar ekki minnst á framlegð.
Þær breytingar sem lagðar eru til lúta fyrst og fremst að viðbrögðum við fyrrnefndum dómi Hæstaréttar, en einnig eru lagðar til nokkrar aðrar breytingar.
Á næstum misserum er stefnt að heildarendurskoðun reglugerðarinnar og kunna ábendingar sem berast í samráðsgátt um efni reglugerðarinnar að öðru leyti að verða nýttar í þágu þeirrar vinnu.
Umsagnarfrestur er til og með 14. febrúar.
Sjá nánar í samráðsgátt stjórnvalda.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun14 klukkustundir síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Kokkalandsliðið4 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Keppni3 dagar síðanWoodford Reserve Old Fashioned Week haldin í fyrsta sinn á Íslandi – Myndir
-
Markaðurinn2 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Markaðurinn4 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






