Keppni
Grétar komst áfram í 15 manna úrslit á Heimsmeistaramóti Barþjóna
Nú fyrr í kvöld voru úrslitin í undankeppnum á Heimsmeistaramóti Barþjóna kunngjörð og komst keppandi Íslands Grétar Matthíasson áfram í 15 manna úrslit sem fara fram á morgun (laugardag). Heimsmeistaramótið fer fram í Madeira í Funchal, höfuðborg eyjunnar.
Sjá einnig: Grétar útbjó freyðandi kokteil á góðum tíma í heimsmeistaramótinu
Þar þurfa keppendurnir að þreyta bæði skriflegt próf um almenna þekkingu á bar fræðum sem og lyktarpróf þar sem keppendur þurfa að sýna fram á framúrskarandi þekkingu á hinum ýmsu tegundum áfengis.
Einnig keppa þeir í svokallaðri “Marketplace” keppni þar sem keppendur fara á bændamarkað í Funchal höfuðborg Madeira og velja þar innlend hráefni sem þeir þurfa að nota í kokteilinn sinn í þessum hluta keppninnar.
Myndir: Ómar Vilhelmsson
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Girnilegt camembert jólatré með döðlu og pekan krönsi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Ekta rjómaís með hvítu súkkulaði og piparkökum – Fullkominn á veisluborðið yfir hátíðarnar
-
Frétt2 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum