Markaðurinn
Uppskrift: Klúbbsamloka sem hittir í mark
2 samlokur:
Innihald:
4 sneiðar af fínu samlokubrauði
8 sneiðar Norðan heiða samlokuostur frá MS
8 beikonsneiðar
4 stórir sveppir
4 tsk. Íslenskt smjör
2 vel þroskaðir tómatar
Lambhagasalat
Reykt silkiskorin kjúklingaskinka
Majónes
Dijon sinnep
½ tsk. hvítlauksduft
Salt, pipar
Aðferð:
- Byrjið á því að hita ofninn í 190°C blástur. Setjið bökunarpappír á ofnplötu og raðið beikoninu á pappírinn. Steikið beikonið þar til það er orðið eins og þið viljið hafa það, mér finnst best að hafa það vel stökkt.
- Skerið sveppina í sneiðar og hitið 2 tsk. af smjörinu á pönnu. Þegar smjörið er bráðið og pannan orðin heit þá setjið þið sveppina út á og kryddið með hvítlauksdufti og salti og pipar eftir smekk. Steikið þar til þeir eru orðnir vel brúnaðir, takið þá pönnuna af hellunni og geymið til hliðar.
- Smyrjið brauðsneiðarnar öðru megin með þunnu lagi af restinni af smjörinu. Steikið sneiðarnar með smjörhliðina niður á pönnu eða grillpönnu þar til brauðið er orðin vel gyllt.
- Skerið tómata í sneiðar.
- Samsetning:
-
- Smyrjið tvær af brauðsneiðunum með dijon sinnepi á óristuðu hliðinni. Ég sprautaði svo majónesi yfir dijon sinnepið og aðeins á hinar brauðsneiðarnar líka.
-
- Setjið ostsneiðar á hverja sneið svo það verða 2 sneiðar í hvorri samlokunni.
-
- Raðið því næst salatinu, skinkunni, beikoninu, tómötunum og sveppunum á og lokið samlokunni. Mér finnst gott að setja tannstöngla í samlokurnar áður en ég sker þær í tvennt eða fernt.
-
- Það er ljómandi gott að bera þær fram eins og þær eru eða jafnvel með frönskum eða kartöfluflögum.
Nánar á www.gottimatinn.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Bocuse d´Or3 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni1 dagur síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Ristorante Pizza Margherita komin í vöruúrval Innnes
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Desemberuppbót árið 2024 – Uppbótin er kr. 106.000
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Kælivagn til leigu