Íslandsmót barþjóna
Stærsta kokteilahátíð Íslands á næsta leiti – Haldin dagana 3. – 7. apríl
English below
Stærsta kokteilahátíð Íslands, Reykjavík Cocktail Weekend verður haldin 3. – 7. apríl. Barþjónaklúbbur Íslands stendur fyrir þessari árlegu hátíð í samstarfi við alla helstu vínbirgja, veitingahús og bari Reykjavíkur.
Á meðan á hátíðinni stendur verða sérstakir Reykjavík Cocktail Weekend kokteila seðlar í boði á stöðunum sem taka þátt og verða þeir drykkir á sérstöku tilboðsverði. Staðirnir munu bjóða upp á fjölda viðburða tengda hátíðinni sem eru öllum opnir.
Hátíðin byrjar með pomp og prakt á miðvikudaginn 3. apríl í Hörpu með Reykjavík Cocktail Weekend Expo! Þar fer fram Íslandsmeistaramót barþjóna þar sem leitin af besta barþjón landsins hefst, ásamt vörukynningum allra helstu vínbirgja landsins. Húsið opnar klukkan 17:00 og er opið öllum þeim sem hafa áhuga á vínmenningu og kokteilum. Þetta er kvöld sem þú vilt ekki missa af.
Kokteilabar ársins 2024
Kosið verður um kokteilabar ársins 2024 og fer fram forkosning. Þeir 5 staðir sem hljóta flest atkvæði komast í úrslit. Kosið verður svo aftur í Hörpu á miðvikudeginum. Úrslitin verða kynnt á loka viðburði RCW í Gamla Bíó.
Staðirnir sem taka þátt í RCW 2024 eru:
RCW 2024 Dagskrá
3. – 7. apríl
Reykjavík Cocktail Weekend hefst miðvikudaginn 3. apríl og stendur til sunnudagsins 7. apríl.
Dagskrá RCW 2024 er eftirfarandi.
Miðvikudagur:
RCW hefst formlega með Reykjavík Cocktail Weekend Expo í Hörpu:
- Undankeppni í Íslandsmeistaramóti Barþjóna
- Samstarfsaðilar með kynningar á sínum vörum
- Áætluð lok kl. 23:00
- Eftirpartý á TBA
Fimmtudagur:
- Walk Around fyrir RCW kokteil ársins
- Staðir með uppákomur í samstarfi við umboðsmenn
Föstudagur:
- Staðir með uppákomur í samstarfi við umboðsmenn.
Laugardagur:
- Staðir með uppákomur í samstarfi við umboðsmenn.
Sunnudagur:
- Staðir með uppákomur í samstarfi við umboðsmenn
- Gamla bíó
- Úrslit í Íslandsmóti og RCW drykk ársins.
- Gala kvöldverður, verðlaunaafhending og lokapartý.
RCW App
Allar upplýsingar varðandi hátíðina er hægt að finna í nýju RCW appi í vafra í gegnum rcw.is
ENGLISH
Reykjavík Cocktail Weekend 2024
Iceland’s largest cocktail festival, Reykjavík Cocktail Weekend, will be held from April 3rd to 7th! The Bartenders Club of Iceland organizes this annual event in collaboration with all the major spirit suppliers, restaurants, and bars in Reykjavík.
During the festival, special Reykjavík Cocktail Weekend cocktail menus will be available at participating venues, with drinks offered at special promotional prices. These venues will host a variety of festival-related events that are open to everyone.
The festival kicks off with grandeur on Wednesday, April 3rd, at Harpa with the Reykjavík Cocktail Weekend Expo! This event features the Icelandic Cocktail Championship, where the search for the country’s best bartender begins, along with product presentations from the nation’s leading spirit suppliers.
The doors open at 17:00 and the event is open to all interested in cocktail culture. It’s an evening you won’t want to miss.
Best Cocktail Bar 2024
Voting will determine the Cocktail Bar of the Year 2024, with preliminary voting taking place. The top 5 venues receiving the most votes will proceed to the finals. The final vote will then occur again at Harpa on Wednesday. The results will be revealed at the closing event of RCW at Gamla Bíó.
The participating venues of RCW 2024 are:
RCW 2024 Schedule
3. – 7. april
Reykjavík Cocktail Weekend will commence on Wednesday on the 3rd of April and run until Sunday the 7th of April.
The RCW 2024 schedule is as follows:
Wednesday
RCW will formally commence with the it’s grandest event, RCW expo, first time ever hosted in Harpa:
- Icelandic Cocktail Championship preliminaries
- Key partners with product presentations
- Estimated end is at 23:00
- Afterparty TBA
Thursday:
- Walk Around for RCW cocktail of the year
- Venues hosting events in collaboration with partners
Friday:
- Venues hosting events in collaboration with partners
Laugardagur:
- Venues hosting events in collaboration with partners
Sunnudagur:
- Venues hosting events in collaboration with partners
- Gamla bíó.
- Icelandic Cocktail Championship and RCW cocktail of the year finals
- Gala, award ceremony and closing party
RCW App
All relevant information about the festival can be found in the new RCW in-browser app, which can be found at rcw.is.
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Lifandi fréttavakt: sýningin Stóreldhúsið 2024
-
Keppni2 dagar síðan
Grétar keppir á morgun á heimsmeistaramótinu – Sendinefnd Íslands er mætt á Madeira
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Alvotech kokkarnir buðu upp á hrollvekjandi kræsingar – Uppskrift: Rauð flauelskaka með rjómaostakremi
-
Keppni2 dagar síðan
Úrslit í Eftirréttur ársins og Konfektmoli ársins 2024
-
Markaðurinn20 klukkustundir síðan
Suðurlandsbraut 4a, fullbúinn veitingastaður til leigu
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Snjórinn fellur hjá Bako Verslunartækni á Stóreldhúsinu – Myndir
-
Keppni3 dagar síðan
Þessi keppa í Puratos-kökukeppninni á Stóreldhússýningunni á morgun
-
Keppni2 dagar síðan
Davíð Freyr sigraði í Puratos kökukeppninni