Keppni
Andrés verður fulltrúi Íslands í Arctic Young Chef keppninni
Nú um helgina fór fram keppnin Arctic Young Chef í Hótel og matvælaskólanum og var virkilega vel heppnuð keppni. Alls sóttu 16 keppendur um að komast í keppnina, en aðeins 8 þeirra komust í gegnum nálarauga dómnefndar.
Keppendur voru:
- Andrés Björgvinsson
- Óskar Þór Guðjónsson
- Natawut Saengsut
- Mikael Einarsson
- Angela
- Símon Kristjánsson Sullca
- María Ósk Steinsdóttir
- Konráð Hilmarsson
Það var Andrés Björgvinsson sem sigraði og í öðru sæti var María Ósk Steinsdóttir.
Í dómnefnd voru Ægir Friðriksson, Snædís Xyza Mae Jónsdóttir og Teitur Christensen frá Færeyjum var yfirdómari. Hermann Þór Marinósson var eldhúsdómari.
Alþjóðlega keppnin fer fram í Bodø í Norður-Noregi í nóvember næstkomandi þar sem Andrés mun keppa fyrir hönd Íslands.
Andrés tók við bikarnum frá Sigurði Inga Jóhannssyni innviðaráðherra Íslands og sagðist hlakka til að koma fram fyrir hönd þjóðar sinnar í Bodø.
„Þetta var hörð keppni og það gerði sigurinn enn sætari og lambið og baccalà eru bæði frábært hráefni.“
Sagði Andrés.
Keppendur áttu að elda forrétt úr lambaslögum og í aðalrétt átti að nota saltfisk og skyr.
Næsta landskeppni verður haldin í Ilullisat á Grænlandi í maí. Eftir það beinist athyglin að Klaksvik í Færeyjum 17. ágúst áður en landsmótinu lýkur í Mosjøen í Noregi 12. september.
Myndir: Gutti Winther

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni1 dagur síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt4 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni