Keppni
Ísland komst áfram í heimsmeistaramóti barþjóna – Myndaveisla
Heimsmeistaramót barþjóna stendur nú yfir í Róm á Ítalíu og lýkur 2. desember næstkomandi. Það er Grétar Matthíasson sem keppir fyrir hönd Íslands.
Á heimsmeistaramótinu eru keppendur frá 67 löndum sem etja kappi, keppt er í sex flokkum barmennsku, sem eru Before dinner cocktails, Sparkling cocktails, Long drink cocktails, Low abv og After dinner cocktails.
- Góður hópur fylgir Grétari á HM
Í kvöld fór fram undanúrslit í öllum flokkum og keppti Grétar í flokknum „After dinner cocktails“ með drykkinn Candied Lemonade sem inniheldur:
– Luxardo Linochello
– Grand marnier
– Ferskan sítrónusafa
– Heimagert síróp úr Xanté
Einungis þrír efstu komast áfram í hverjum flokki fyrir sig og Grétar gerði sér lítið fyrir og komst áfram, glæsilegur árangur hjá Grétari. Á morgun keppa keppendur í lyktar- og bragðprófum, skriflegu prófi og hraðkeppni.
Sjá einnig: Ísland komst því miður ekki áfram á HM
Myndir: Ómar Vilhelmsson
![](https://veitingageirinn.is/wp-content/uploads/2018/02/veitingageirinn.png)
-
Vín, drykkir og keppni4 dagar síðan
Pílumeistarinn 2025 krýndur á stórskemmtilegu móti veitingafólks – Myndaveisla
-
Keppni3 dagar síðan
Munið skilafrestinn 14. febrúar – Graham’s Blend Series Kokteil keppni 2025
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Eldhús framtíðarinnar: Snjallbúnaður sem sparar tíma, vinnu og orku – Myndbönd
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Frönsk matargerð í hávegum höfð: Michelin-meistari færir Midland Grand Dining Room á næsta stig
-
Keppni1 dagur síðan
Global Chefs Challenge fer fram á Ítalíu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Vatnsdeigsbolla með Nutella-kremi og kransabita
-
Keppni8 klukkustundir síðan
Ísland vekur athygli með framúrskarandi vegan réttum á Ítalíu
-
Keppni2 dagar síðan
Íslenskir barþjónar í sviðsljósinu: Barþjónakeppnin World Class er hafin á ný