Keppni
Mikil gróska í íslenskri barmenningu – Myndir frá aðalfundi Barþjónaklúbbs Íslands
Aðalfundur Barþjónaklúbbs Íslands og keppnin um hraðasta barþjóninn var haldin í gær með Pomp og Prakt á Sæta Svíninu!
Sjá einnig: Deividas Deltuvas hreppti titilinn Hraðasti barþjónn Íslands
Dagskrá fundarins fól m.a. í sér kosningu tveggja stjórnarmeðlima og forseta til tveggja ára. Byrjað var á því að kynna störf klúbbsins og var farið yfir líðandi ár.
Einnig var Heimsmeistarmót barþjóna til umræðu, en það fer fram í Róm í lok nóvember og er það Grétar Matthíasson sem keppir fyrir Íslands hönd.
- Grétar Matthíasson og Helgi Aron
- Teitur R. Schiöth
Margir nýir meðlimir skráðu sig í klúbbinn og má þar með sjá að flóra íslenskrar barmenningu fer sífellt stækkandi.
Rætt var um framtíðarhorfur og verkefni klúbbsins en vakin var athygli á stærsta kokteila-viðburð ársins Reykjavík Cocktail Weekend, en sú mikla veisla verður haldin daganna 3. – 7. apríl þar sem Íslandsmeistarmótið fer einnig fram og er því mikið í vændum. Tekið var fram að Reykjavík Cocktail Weekend 2024 verður stærri og glæsilegri en aldrei áður.
Eftir stjórnarkosningar myndaðist stjórn sem helst eins þó með smávægilegum breytingum.
Í stjórn eru því Teitur Riddermann Schiöth kjörinn forseti, Elna María Tómasdóttir, Grétar Matthíasson, Helgi Aron Ágústsson, Ivan Svanur Corvasce, Benjamín Reynir Jóhannsson og Svavar Helgi Ernuson. Varamenn eru Adam Kapsa og Elvar Halldór Hróar Sigurðsson.
Myndir tók Ómar Vilhelmsson

-
Markaðurinn4 klukkustundir síðan
Veitingastaðurinn Stapinn á Arnarstapa er til sölu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Pizzabakarinn opnar á Siglufirði – Theodór Dreki: „Við hættum ekki fyrr en pizzan var fullkomin“
-
Keppni4 dagar síðan
Íslenska landsliðið í kjötiðnaði sýndi frábæran árangur á Heimsmeistaramótinu í París – Myndir og vídeó
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Snædís, Hafliði og Marlís kynntu íslenska matargerð á ríkisheimsókn forsetahjóna
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Pop-up kvöld: Gísli Matt mætir á Le KocK – aðeins þetta eina kvöld
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kælivagn til leigu
-
Íslandsmót barþjóna3 dagar síðan
Róbert Aron Garðarsson Proppé er Íslandsmeistari Barþjóna 2025 – Myndir og vídeó
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kynning í Garra næsta miðvikudag