Uppskriftir
Rabarbarapæ með jarðaberjum – Gott með þeyttum rjóma eða ís
Eitt það allra besta sem ég hef fengið og búið til. Ef maður á ekki til annað hvort af hráefninu þá bara um að gera að skipta út fyrir t.d. bláber, hindber, epli, perur, banana, ananas eða það sem sælkerinn í þér segir þér.
Blandan
1 stórt egg
1 bolli sykur
2 msk hveiti
1 tsk vanilluþykkni eða vanillusykur
1 1/2 bolli af rabarbara, skorið í sneiðar/bita
1 1/2 bolli jarðarber, helmingur
Þeytið egg í skál. Þeytið sykur, hveiti og vanillu þar til það er blandað vel saman. Hrærið rabarbara og jarðarber varlega saman við. Hellið blöndunni í eldfast mót.
Toppurinn
3/4 bolli hveiti
1/2 bolli púðursykur
1/2 bolli haframjöl
1/2 bolli kalt smjör, skorið í teninga
Blandið saman hveiti, púðursykur og haframjölinu og dreifið yfir blönduna og skerið svo smjörið í litla teninga og dreifið jafnt yfir.
Hitið ofninn í 200°c.
Bakið 10 mínútur. Lækkaðu svo hitann niður í 180°c og bakaðu þar til skorpan er gullinbrún og fyllingin freyðandi, um það bil 35 mínútum lengur.
Ef þú notar frosinn rabarbara skaltu láta hann þiðna fyrst. Ég frysti alltaf í 1. kíló saman í poka til að eiga yfir veturinn sem er dásamleg búbót annað hvort í sultur, graut eða pæ.
Berið fram með rjóma eða ís.
Höfundur er Ingunn Mjöll Sigurðardóttir hjá islandsmjoll.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt10 klukkustundir síðan
Nýr miðlægur listi yfir sveina með starfsréttindi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt4 dagar síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni4 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Veitingageirinn í jólaskapi
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Opnunartími Innnes um jólahátíðina 2024