Viðtöl, örfréttir & frumraun
Matur og gleði hjá KM – Orðuveiting – Myndir
Á árshátíð Klúbbs matreiðlsumeistara sem haldin var á Hótel Varmalandi þann 29. apríl síðastliðinn var Ólöfu Jakobsdóttir veitt Cordon Blue orða KM. Orðan er veitt þeim sem sýnt hafa fram á framúrskarandi starf í þágu matreiðslufagsins.
„Ólöf á meðal annars heiðurinn að því að stofnuð var Jafnréttisnefnd innan KM og er starfandi formaður hennar.
Auk þess að hafa sinnt ýmsum störfum fyrir KM, þá er Ólöf óþreyttandi að benda á það sem betur má fara í starfi KM, sérstakalega þegar kemur að jafnrétti“.
sagði Þórir Erlingsson forseti KM.
Ólöf lærði matreiðslu á Horninu, Hótel Sögu, Geranium í Kaupmannahöfn og Hótel Lególandi. Hún er einnig viðurkenndur alþjóðlegur dómari frá heimssamtökum matreiðslumanna og hefur dæmt í keppnum fyrir KM.
Í dag starfar Ólöf sem matreiðslumeistari og veitingastjóri á Horninu, sem hún rekur með fjölskyldu sinni.
„Það vantar fleiri stelpur í nám í matreiðslu og það vantar fleiri konur inn í starf KM. Með konum eins og Ólöfu í fararbroddi má reikna með því að konum fjölgi á næstu árum“
sagði Þórir að lokum.
Matur og gleði
Óhætt er að segja að mikil gleði hafi verið á Hótel Varmalandi í Borgarfirði þann 29. apríl síðastliðinn þegar aðalfundur og árshátíð Klúbbs matreiðslumeistara var haldinn.
Sjá einnig: Spennandi tímar framundan hjá Klúbbi Matreiðslumeistara – Lárusi Rúnari Loftssyni veitt heiðursorða KM
Fundurinn hófst klukkan 10:00 og var aðalfundastörfum lokið um klukkan 15:00. Árshátíðin hófst svo klukkan 18:00. Fyrr um daginn var mökum félagsmanna boðið í ferð um Borgarnes þar sem Landnámssetrið var meðal annars heimsótt.
Auk frábærum félagsskap og fjölda happdrættisvinninga, orðuveitingar og tónlist fram eftir nóttu, þar sem félagsmenn dönsuðu af mikilli ákefð, stóðu matreiðslumenn hótelsins sig frábærlega.
Matseðill kvöldsins saman stóð af:
Canapé
Lifrafrauð í kramarhús með portvínshlaupi & pikkluðum ávöxtum
Forréttur
Gufusoðinn þorskur með bankabyggi, kerfill & buerre blanc
Aðalréttur
Timjan-& black garlic marineruð lambamjöðm, kartöflupressa með lambaskanka, ostrusveppum, sveppakrem & lambasoðsósa
Eftirréttur
Sticky toffee kaka með butterscotch karmellu og vanilluís
Myndir: Klúbbur Matreiðslumeistara

-
Keppni2 dagar síðan
Þessir fimm keppa til úrslita um titilinn Kokkur ársins 2025 – Grænmetiskokkur ársins fer fram á morgun
-
Keppni3 dagar síðan
Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins – Spennandi helgi framundan
-
Keppni10 klukkustundir síðan
Fréttavaktin: Kokkur ársins 2025
-
Keppni3 dagar síðan
Fréttavaktin: Forkeppni um Kokk ársins 2025
-
Keppni1 dagur síðan
Fréttavaktin: Grænmetiskokkur ársins 2025
-
Keppni2 dagar síðan
Landslið kjötiðnaðarmanna komið til Parísar – Heimsmeistaramótið framundan
-
Keppni13 klukkustundir síðan
Stóra stundin runnin upp – Úrslitakeppni Kokkur ársins 2025 fer fram í dag – Myndaveisla frá forkeppni Kokkur ársins og Grænmetiskokkur ársins
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Gefðu hlutunum nýtt líf – skoðaðu úrvalið hjá Efnisveitunni