Bocuse d´Or
Algjört ævintýri og smá vonbrigði – Niðurstaðan 8. sætið í Lyon
Þá er Bocuse d´Or ferlið búið þvílíkt ævintýri, mikill þroski að fara í gegnum þetta, margir veggir sem maður lenti á og þurfti að yfirstíga, ásamt gríðarlegum tíma sem var lagt í þetta.
Geng stoltur frá borði með það sem ég og teymið gerðum, þó allt hefði ekki gengið upp úti og við náðum ekki þeim markmiðum sem við settum okkur.
Teymið á þvílíkt hrós skilið fyrir fórnfýsina og tímann sem þeir lögðu í þetta, ég hefði ekki getað beðið um meira af þeim.
Vil aðallega þakka Flóra Guðlaugsdóttir fyrir allan stuðningin og skilningin sem hún sýndi mér þegar ég var í þessu ferli, hefði ekki getað þetta án hennar.
Einnig vil ég þakka Bocuse d´Or strákunum, fjölskyldu, vinum og Bocuse d´Or Team Iceland akademíunni fyrir trúna og stuðninginn á verkefnið.
Svo verð ég að gefa stuðningssveitinni sem mætti út að hvetja okkur risa stórt klapp, þvílíkt sem það heyrðist í Íslendingunum í stúkunni og var gjörsamlega trufflað, þetta var ógleymanlegt móment.
Ætla ekki að segja að þetta hafi verið síðasta keppnin en maður er ekkert að yngjast svo við sjáum til.
Bocuse d´Or mun alltaf fylgja mér núna og ég gæti ekki verið stoltari yfir því að hafa keppt fyrir Íslands hönd.
Höfundur er: Sigurjón Bragi Geirsson Bocuse d´Or kandítat 2023.
-
Uppskriftir2 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni4 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt3 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jól á Ekrunni