Keppni
Silli kokkur hreppti 2. sætið og gæsaborgarinn kosinn Götubiti fólksins
Keppnin um besta götubitann í Evrópu var haldin nú um helgina í Munich í Þýskalandi.
Þetta er stærsta götubitakeppni í heimi, en þar keppti Sigvaldi Jóhannesson, betur þekktur sem Silli kokkur, í þremur flokkum, „besti hamborgarinn“, „besta samlokan“ og „Besti Götubitinn í Evrópu 2022“ og úrslit eru kunngjörð.
Silli Kokkur endaði í eftirfarandi sætum:
1 sæti: Besti Borgarinn (Gæsaborgarinn frá Silla)
2 sæti: Götutibiti Fólksins (sem kosinn er af gestum hátíðarinnar)
2 sæti: Besti Götubitinn í Evrópu.
Það voru Skotar sem hlutu titilinn besti götubitinn í Evrópu og Þjóðverjar sem urðu hlutskarpastir í keppninni um Besti Götubiti Fólksins (sem kosinn er af gestum hátíðarinnar), en þess má til gamans geta að það voru Þjóðverjar sem héldu keppnina í ár.
Er þetta í annað sinn sem að Íslendingar taka þátt en Jömm keppti í Besta Götubitann í Evrópu árið 2019.
Götubitinn – Reykjavík Street Food hefur verið leiðandi í götbitahátíðum hér á landi og hefur síðan 2019 haldið forkeppni hér á Götubitahátíðinni sem er haldin árlega í samstarfi við Reykajvíkurborg, og á hátíðinni er krýndur „Besti Götubiti Íslands“.
Silli Kokkur hefur sigrað forkeppnina hér á landi síðustu þrjú ár, eða frá árinu 2020.
Myndir: aðsendar / Róbert Aron Magnússon, framkvæmdarstjóri Reykjavik Street Food

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni1 dagur síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni3 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt4 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni