Vertu memm

Viðtöl, örfréttir & frumraun

Götubitinn tilnefndur sem „besti viðburðarhaldarinn í Evrópu“ – Fær Götubitinn þitt atkvæði?

Birting:

þann

Götubitinn – Reykjavík Street Food

Götubitahátíðin í Hljómskálagarðinum

Götubitinn – Reykjavík Street Food hefur verið tilnefndur sem „besti viðburðarhaldarinn í Evrópu“ á European Street Food Awards, eða „Best street food event organiser in Europe“.

Þetta er í fyrsta sinn sem þessi verðlaun eru veitt og því er mikill heiður fyrir Götubitann og Götubitahátíðina að fá þessa tilnefningu þar sem það eru tugi hátíðna haldnar víðsvegar um Evrópu á ári hverju.

Kosning í fullum gangi

Götubitinn – Reykjavík Street Food

Kosning er opin öllum og er hún nú í fullum gangi og eru allir hvattir til að kjósa „Götubitann – Reykjavík Street Food“ með því að smella hér.

Einnig er hægt að fara inná vefsíðu reykjavikstreetfood.is og velja hlekk þar.

Úrslit verða tilkynnt svo á 6. – 8. október næstkomandi á European Street Food Awards hátíðinni sem haldin er í Saarbrucken í Þýsklandi en eins og áður hefur komið fram þá mun Komo keppa fyrir Íslands hönd um „Besti Götubitinn í Evrópu“.

Sjá einnig: Atli Snær matreiðslumeistari keppir á stærstu götubitakeppni í heimi

Áfram Ísland!

Smári er matreiðslumaður að mennt, en hann hefur starfað við fagið til fjölda ára, bæði sem starfsmaður og rekstraraðili. Hægt er að hafa samband við Smára á netfangið [email protected] Skoða allar greinar höfundar hér >>

Podcast / Hlaðvarp

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss
  • Villa kom upp sem bendir til þess að veitan liggi niðri. Reyndu aftur síðar.

Mest lesið