Viðtöl, örfréttir & frumraun
Forréttabarinn með Berunes PopUp
Í stórfenglegum fjallasal við Berufjörðinn gengt Djúpavogi mun Forréttabarinn galdra fram girnilega og gómsæta rétti innblásna úr matarkistu austurlands yfir mánuðina júlí og ágúst 2022.
Róbert Ólafsson eigandi og matreiðslumaður Forréttabarsins er fæddur og uppalinn á Berunesi. Eftir að hafa tekið sín fyrstu skref í eldhúsinu heima í Berunesi undir leiðsögn Önnu móður sinnar og Sigríðar ömmu, þá hefur hann nú starfað í eldhúsum bæði hér heima og erlendis í yfir 30 ár.
Við mælum klárlega með dvöl á þessum einstaka stað á austfjörðunum í amk 2 nætur því fjölbreytt afþreying er þar í boði, allt frá göngu uppá Steinketil og hinn glæsilega Búlandstind til rómantískra göngu meðfram stórskorinni ströndinni.
Með alþjóðlegar viðurkenningar í farteskinu býður HI Hostel Berunes uppá gistingu fyrir um 50 gesti í herbergjum og smáhýsum, ásamt huggulegu tjaldstæði.
-
Bocuse d´Or4 dagar síðanSnædís keppir í Bocuse d´Or í stað Hinriks
-
Keppni4 dagar síðanÍslenskir og hollenskir veitingastaðir í úrslitum á National Fish & Chip Awards 2026
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanBrasa tekur á móti fyrstu gestum í Smáratorgi. Sjáðu stemninguna frá opnunarpartýinu
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun22 klukkustundir síðanVendoro einfaldar pantanir og samskipti í veitingageiranum: Árni Þór Árnason matreiðslumaður segir frá þróun appsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanSmassaður jólaborgari með purusteik og camembert sló í gegn – Myndir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanTom Kerridge stígur til hliðar frá Pub in the Park
-
Markaðurinn4 dagar síðanParmaskinka á 50% afslætti hjá Stórkaup
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðanUppselt á hátíðarkvöldverð Klúbbs matreiðslumeistara í Hörpu









