Frétt
Salmonella í Tahini
Salmonella greindist í einni lotu af Tahni Sesam Mus og hefur Miðausturlandamarkaðurinn stöðvað sölu og innkallað frá neytendum Tahini Sesam Mus, 800g krukkur. Salmonella er baktería sem getur valdið alvarlegum sýkingum í mönnum.
Matvælastofnun fékk upplýsingar um vöruna í gegnum Rasff hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður.
Upplýsingar um vöru sem innköllunin einskorðast við:
Vörumerki: Al Burj
Vöruheiti: Tahni Sesam Mus
Geymsluþol: Best fyrir Dagsetning: 12/08/2023
Strikamerki: 220332595
Nettómagn: 800 g
Framleiðandi: Kosebate.GmbH
Framleiðsluland: Sýrland
Viðskiptavinir sem keypt hafa ofangreinda vöru eru beðnir um að neyta hennar ekki og farga en einnig má skila henni gegn endurgreiðslu í verslunina Miðausturlandamarkaðurinn, Lóuhólum 2‐4.
Nánari upplýsingar má nálgast í versluninni Miðausturlandamarkaðurinn.
Mynd: Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið1 dagur síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






