Viðtöl, örfréttir & frumraun
Viðvík opnar með nýjum matseðli
Veitingastaðurinn Viðvík, sem staðsettur er á Snæfellsnesi við þjóðveginn á leið frá Hellissandi, hefur opnað að nýju. Viðvík lagðist í dvala 29. ágúst í fyrra eftir frábært sumartímabil.
Rekstraraðilar og eigendur eru Gils Þorri Sigurðsson og Aníta Rut Aðalbjargardóttir. Aníta Rut er viðskiptafræðingur og Gils Þorri er matreiðslumaður að mennt, en hann lauk sveinsprófi árið 2014 frá Gallery restaurant/Hótel Holt. Gils hefur til að mynda tekið þátt í keppninni Eftirréttur ársins 2014.
Viðvík tekur um 40 manns í sæti.
Viðvík er í nýuppgerðu húsi sem var byggt árið 1942 og býður staðurinn upp á frábært útsýni til Snæfellsjökuls, yfir Breiðafjörð og Krossavíkina.
Myndir: facebook / Viðvík
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn5 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun21 klukkustund síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn3 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Frétt4 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu














