Markaðurinn
Mikil tilhlökkun fyrir Lost Explorer Mezcal – Myndir
Áhugi Íslendinga á tequila og mezcal hefur stóraukist síðustu ár með tilkomu gæðatequila eins og Don Julio og Casamigos. Mezcal hefur verið helsta leyndarmál barþjóna undanfarin ár en það er einnig eimað úr hinum margrómaða agave ávexti, margslungið á bragðið og með skemmtilegum reyk.
Deano Moncrieffe, eigandi HACHA bar í London og sérfræðingur í agave spírum, kom hingað til lands að fræða kokka og barþjóna um gæða mezcalið Lost Explorer. Deano er mjög virtur í bransanum, dómari og þjálfari í World Class barþjónakeppninni og hefur sópað til sín verðlaunum en kokteillinn hans Mirror Margarita var kokteill ársins árið 2020 í UK og í 7.sæti yfir bestu kokteila veraldar.
Stjörnukokkar landsins hittust með Deano á Edition hótelinu þar sem Georg Arnar meistarakokkur setti saman dýrindis hádegisverð paraðan með bæði tæru mezcal og mezcal kokteilum.
Pörun með mat er virkilega spennandi upplifun þar sem brögðin í drykknum kallast á við matinn og geta kallað fram mismunandi brögð. Það er mikil framtíð í þessum pælingum og kokkunum fannst þetta virkilega spennandi.
Lost Explorer er með þrjár tegundir gerðar úr mismunandi agaveplöntum og bragðið er gjörólíkt en aldurinn á flöskunni segir til um meðalaldur agaveplöntunnar þegar hún blómstrar og er uppskorin. Það skiptir máli að vera með gæðavöru og Lost Explorer Mezcal var mest verðlaunaða mezcalið í fyrra.
Mikið var um dýrðir á Sumac fyrir viku þegar Deano var þar gestabarþjónn. Sumac setti saman sérstakan 7 rétta seðil með s-amerísku ívafi í tilefni heimsóknarinnar og það var gaman að sjá helstu kokka og barþjóna landsins samankomna að smakka og deila sögum en það var uppselt þetta kvöld.
Deano hélt einnig fjölmennt barþjónanámskeið á Héðni Kitchen & bar þar sem barþjónar lærðu meira um agave spíra og Lost Explorer Mezcal sem Björgólfur Thor og umhverfissinninn David Rothschild eru á bakvið.
Það var þéttsetið enda mezcal í uppáhaldi hjá barþjónum og fannst þeim gaman að læra meira um þennan leyndardómsfulla drykk. Framleiðsluferlið gerir það að verkum að mezcal verður aldrei fjöldaframleidd vara og Lost Explorer er með sjálfbærni í forgrunni þar sem allt er endurnýtt, regnvatni safnað saman, sólarrafhlöður nýttar ásamt því að allt glerið er fengið úr nærumhverfi frá Mexíkó og er endurunnið.
Myndir: aðsendar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel5 dagar síðan
Mikil uppbygging framundan á Hofsstöðum – Veitingastaðurinn með eigin framleiðslu og hráefni úr heimabyggð
-
Frétt3 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Uppskrift – Fylltar kjúklingabringur með eplum, Dala höfðingja og rósmarín-hlynsírópsgljáa
-
Frétt2 dagar síðan
Innköllun á sviðasultu frá Kjarnafæði
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel22 klukkustundir síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Fallegur og girnilegur jólakrans bar sigur úr býtum