Frétt
Opið fyrir umsóknir um framhalds viðspyrnustyrki
Búið er að opna fyrir umsóknir um framhalds viðspyrnustyrki á vef Skattsins.
Viðspyrnustyrkir eru ætlaðir rekstraraðilum, þ.m.t. einyrkjum, sem hafa orðið fyrir a.m.k. 40% tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Annars vegar geta þeir sem ekki sóttu um fyrir tímabilið ágúst-nóvember 2021 innan fyrri frests nú sótt um styrki fyrir þá mánuði. Hins vegar er um að ræða framhald viðspyrnustyrkja fyrir desember 2021 til og með mars 2022.
Umsóknir þurfa að berast eigi síðar en 30. júní 2022, en sótt er um styrkina á þjónustuvef Skattsins fyrir einn mánuð í senn. Á vef Skattsins er jafnframt að finna leiðbeiningar fyrir umsækjendur.
Auk viðspyrnustyrksins er enn hægt að sækja um lokunar– og veitingastyrki hjá Skattinum.
Síðastliðin tvö ár hafa stjórnvöld veitt fjölbreyttan stuðning með úrræðum fyrir einstaklinga og rekstraraðila. Má þar nefna veitinga, viðspyrnu- og lokunarstyrki, útgreiðslu séreignarsparnaðar, sérstakan barnabótaauka, stuðningsgreiðslur á uppsagnarfresti og fleiri aðgerðir til verndar og viðspyrnu vegna heimsfaraldursins en heildarumfang COVID ráðstafana árin 2020 og 2021 nam 215 milljörðum króna. Að undanförnu hefur kröftugur efnahagsbati og rénun faraldursins haft í för með sér minni aðsókn í þau úrræði sem rekstraraðilum hafa staðið til boða.
Mynd: úr safni
-
Uppskriftir3 dagar síðan
Jóla gúrkur – Asíur
-
Keppni5 dagar síðan
Grétar Matthíasson keppir í kokteilagerð um helgina í stærsta spilavíti í Evrópu
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Vel heppnað eftirréttanámskeið Iðunnar og Ólöfu Ólafsdóttur Konditor og eftirréttameistara – Myndir og vídeó
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýr Indverskur veitingastaður opnar í Miðbæ Selfoss
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Fullbúin bás til sölu á besta stað í Mathöll Höfða
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Girnilegt smurbrauð hjá Skál á nýjum jólamatseðli
-
Frétt4 dagar síðan
KS hyggst kaupa B. Jensen – Ágúst Torfi: Ég get staðfest að það eru alvarlegar viðræður í gangi…
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Jól á Ekrunni