Keppni
Sigraði í kokkaskólakeppni í Róm með íslenskan saltfisk
Markaðsverkefnið Seafood from Iceland hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á að kynna íslenskan þorsk fyrir ungum matreiðslumönnum í Suður-Evrópu. Snemma í apríl var haldin kokkaskólakeppni í Róm á vegum verkefnisins, þar sem sex matreiðslunemar elduðu eigin uppskriftir úr íslenskum saltfiski.
Þetta er þriðja lokakeppnin á fimm mánuðum í þremur löndum, en áður voru haldnir sambærilegir viðburðir í Madrid í mars sl. og Porto í nóvember 2021.
Keppnisfyrirkomulag
Keppnin fór fram í Istituto Gioberti kokkaskólanum í Róm og einkenndi mikil fagmennska viðburðinn. Keppendurnir komu úr sex mismunandi skólum sem eru staðsettir víðsvegar um Ítalíu: Sorrento, Róm, Tórínó, Cervia, Melfi og Giulianova. Allir skólarnir fengu sendan íslenskan saltfisk og því næst var haldin undankeppni í hverjum skóla fyrir sig og þannig valinn þátttakandi fyrir lokakeppnina í Róm.
Dómnefnd
Í dómnefndinni var valinn maður í hverju rúmi, m.a. ítalski landsliðskokkurinn Lorenzo Alessio og Toti Lange, eigandi á saltfiskveitingastaðnum Baccalaria í Napólí. Þá sátu einnig í dómnefnd þau Donatella Chiappini, ritstjóri fyrir mat og vín hjá einu mest lesna dagblaði Ítalíu, La Repubblica, og ítalski kokkurinn Rocco Paglia sigurvegari Roma Baccala 2021 og eigandi veitingastaðarins MABE í Róm.
Sigurvegari
Diego Di Leva, frá Istituto Specialistico San Paolo kokkaskólanum í Sorrento varð hlutskarpastur í keppninni. Hann hlaut að launum Íslandsferð og mun á næstunni koma til landsins, ásamt kennara sínum, og kynnast landinu sem framleiðir þessa einstöku gæðavöru sem íslenski saltfiskurinn er.
Myndir: islandsstofa.is
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun6 dagar síðan
Áætla um 100 matreiðslumenn og 50 framreiðslumenn að störfum í hátíðarkvöldverði KM
-
Markaðurinn2 dagar síðan
Er þorrablót í vændum ?
-
Starfsmannavelta5 dagar síðan
Michelin veitingastaðnum Locanda Locatelli lokað eftir 23 ára starfsemi
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðan
Monkeys PopUp á Hótel Vesturlandi – Ekki missa af þessum viðburði
-
Markaðurinn7 dagar síðan
Við leitum að öflugum hótelstjóra á Fosshótel Vestfirði
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Nýtt útlit á Tanqueray nr.10
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Allt fyrir Þorrablótin
-
Markaðurinn5 dagar síðan
Ekta heimilismatur ofl. á góðu tilboði