Viðtöl, örfréttir & frumraun
Endurgerði mynd frá sjöunda áratugnum úr Eldhúsbókinni
- 1968
- 2022
Á árunum 1958-1986 kom út Eldhúsbókin og eru örugglega ófáar ömmur og mömmur sem hafa verið í áskrift af Eldhúsbókarblöðum. Nanna Rögnvaldardóttir matargúrú hefur endurgert mynd sem birtist í Eldhúsbókinni í 9. tölublaði, 10. september 1968 með yfirskriftinni Pinnamatur.
„Ég lét verða af því að endurgera myndina frá 1968 sem ég setti inn í gær.
Reyndi að fara eins nákvæmlega eftir hinni og ég gat (þó miðað við hvað ég átti til) en þar sem textinn stemmdi ekki við myndina fór ég eftir myndinni og reyndi þá að giska á hvað ætti að vera þar.
Ég klikkaði þó á einu, var alveg viss um að ég ætti ansjósudós en fann hana ekki þrátt fyrir mikla leit í ísskápnum svo að kexkakan í neðstu röð er þá bara egg og kapers.
Svona finnst mér gaman að gera.“
Skrifar Nanna í facebook grúppuna; Matur fortíðarinnar.
Hægt er að skoða 9. tölublað Eldhúsbókarinnar hér á timarit.is.

-
Markaðurinn4 dagar síðan
Veitingastaður á Arnarstapa til sölu – einstakt tækifæri í töfrandi umhverfi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr kafli í Fiskbúð Fjallabyggðar – veitingastaður tekur við af fiskborðinu
-
Keppni1 dagur síðan
Ungt og hæfileikaríkt fagfólk keppir fyrir Íslands hönd í Silkiborg
-
Keppni4 dagar síðan
Uppfært: Brauðtertukeppni fagmanna frestað
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Opnunartími Innnes yfir páskahátíðina
-
Frétt4 dagar síðan
Hilton Nordica og Reykjavík Natura fá nýjan rekstraraðila og andlitslyftingu
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Gabríel Kristinn – Kokkur ársins 2025 – leiðir þig í gegnum fullkomna páskamáltíð
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Hlaðborðsvörur í úrvali hjá Bako Verslunartækni