Starfsmannavelta
Stúkuhúsið á Patreksfirði til sölu
Stúkuhúsið á Patreksfirði er komið á sölu, en veitingastaðurinn er staðsettur við Aðalstræti 5.
Fallegt hús sem skartar einstöku útsýni yfir fjörðinn og hefur heldur betur stimplað sig inn hjá bæði heimamönnum og ferðamönnum. Stúkuhúsið er með sæti fyrir 50 manns og hefur í gegnum árin fengið frábæra einkunn inn á Tripadvisor og fleiri miðlum.
Stúkuhúsið á Patreksfirði ber það nafn vegna þess að Stórstúka Góðtemplarareglunnar á Íslandi átti það á sínum tíma. Því var síðan breytt í íbúðarhús árið 1945.
Eigendur eru Steinunn Finnbogadóttir og Freyr Héðinsson, en þau keyptu húsið árið 2012 og gerðu það upp og hófu reksturinn 1. júní 2012.
Í boði er súpa /réttur dagsins ásamt nýbökuðu brauði . Salat, panini og ýmsir léttir réttir. Allt bakkelsi er unnið á staðnum og vestfirska náttúran notuð til að bjóða upp á og sultaðan rabarbara og bláberin notið á ýmsan hátt og eins er allt konfekt lagað á staðnum.
Myndir: facebook Stúkuhúsið Patreksfirði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Saga barónanna lifir – Veitingahúsið Hornið heldur upp á 46 ára afmæli
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun5 dagar síðan
Viðskiptavinir okkar eiga skilið að hafa valkost: Segir Sigurður um ákvörðun MooGoo að vera opinn allt árið
-
Keppni1 dagur síðan
Björt framtíð í íslenskri matargerð – Matreiðsla, framreiðsla, kjötiðn og bakaraiðn í brennidepli á Íslandsmótinu um helgina
-
Frétt3 dagar síðan
Fuglaflensa veldur eggjaskorti: Veitingastaðir og bakarí í vanda
-
Vín, drykkir og keppni5 dagar síðan
Hvað er Heitast á BWW 2025? Sóley Björk og fremstu vínsérfræðingar heims afhjúpa leyndardóma Spænskra vína
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðan
Súkkulaðið sem fór á flug á TikTok – Hvað er svona sérstakt við PortaNOIR?
-
Keppni4 dagar síðan
Þessir keppendur komust áfram í úrslitakeppni Tipsý og Bulleit
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Rósasalat – Salatið sem fær diskinn til að blómstra – Uppskriftir með rósasalati