Starfsmannavelta
Stúkuhúsið á Patreksfirði til sölu
Stúkuhúsið á Patreksfirði er komið á sölu, en veitingastaðurinn er staðsettur við Aðalstræti 5.
Fallegt hús sem skartar einstöku útsýni yfir fjörðinn og hefur heldur betur stimplað sig inn hjá bæði heimamönnum og ferðamönnum. Stúkuhúsið er með sæti fyrir 50 manns og hefur í gegnum árin fengið frábæra einkunn inn á Tripadvisor og fleiri miðlum.
Stúkuhúsið á Patreksfirði ber það nafn vegna þess að Stórstúka Góðtemplarareglunnar á Íslandi átti það á sínum tíma. Því var síðan breytt í íbúðarhús árið 1945.
Eigendur eru Steinunn Finnbogadóttir og Freyr Héðinsson, en þau keyptu húsið árið 2012 og gerðu það upp og hófu reksturinn 1. júní 2012.
Í boði er súpa /réttur dagsins ásamt nýbökuðu brauði . Salat, panini og ýmsir léttir réttir. Allt bakkelsi er unnið á staðnum og vestfirska náttúran notuð til að bjóða upp á og sultaðan rabarbara og bláberin notið á ýmsan hátt og eins er allt konfekt lagað á staðnum.
Myndir: facebook Stúkuhúsið Patreksfirði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun4 dagar síðanEr þetta besta jólatréð í bænum, á bragðið? – Vídeó
-
Markaðurinn3 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Frétt2 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Markaðurinn1 dagur síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel11 klukkustundir síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri








