Frétt
Framkvæmdir á Hlemmsvæðinu – Gert ráð fyrir að veitingastaðir geti vaxið út í göngurýmið
Nú styttist í útboð og framkvæmdir á fyrsta áfanga á Hlemmi ásamt Rauðarárstíg frá Bríetartúni að Hverfisgötu. Reykjavíkurborg og Veitur munu kynna og upplýsa hagsmunaaðila og borgarbúa um næstu skref.
Hönnunartillögur Mandaworks í Svíþjóð og DLD- Dagný Land Design voru valdar árið 2017 og unnin var áframhaldandi hönnun á Hlemmi. Yrki arkitektar unnu deiliskipulag að svæðinu í samstarfi við Reykjavíkurborg og hönnuði svæðisins.
Breytingin nær til lóða og almenningsrýma sem eru í eigu Reykjavíkurborgar. Stækka á Hlemmtorg með því að breyta umferð um svæðið. Tilgangur breytinga er að ná utan um framkvæmdasvæðið sem fylgdi breytingum á gatnamótum Borgartúns við Snorrabraut og framlengingu hjólastíga yfir Sæbraut, að því er fram kemur í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.
Nýr og betri Hlemmur
Hvað verður gert á þessu ári?
Útboð og framkvæmdir á Laugavegi og Rauðarárstíg norður
Það sem er á döfinni á árinu 2022 er kafli á Laugavegi – svokallaður snákur sem er myndar afmarkað svæði með gróðri, setsvæðum, hjólastæði og óformlegum leikrýmum. Fyrsti áfanginn, sem verður framkvæmdur í sumar, nær frá Snorrabraut að húshorninu til móts við Hlemm Mathöll.
Stálprófíll sem rís og hnígur er leiðandi þáttur á þessum kafla en í honum er einnig falin óbein lýsing á völdum svæðum og afmarkar hann þjónustuleiðir í göturýminu. Yfirborð snáksins er myndað með náttúrusteini, en leiðin þjónar einnig hlutverki blágrænna ofanvatnslausna. Sólarmegin á Laugarveginum er gert ráð fyrir að veitingastaðir geti vaxið út í göngurýmið.
Rauðarárstígur frá Grettisgötu að Hlemmi er sólrík gata og í tillögunni er gert ráð fyrir setsvæðum og leikmöguleikum í átt að torgsvæðinu. Lítil hestahjörð stefnir að torginu en það eru hreyfanlegir abstrakt hestar sem mynda m.a set- og leiksvæði. Veitinga- og þjónustuaðilar geta einnig vaxið út í göngurýmið.
Rauðarárstígur frá Bríetartúni
Á sama tíma og Hlemmur fær nýtt hlutverk gerði VSÓ ráðgjöf í samstarfi við Reykjavíkurborg yfirborðs og gatnahönnun fyrir Rauðarárstíg norður af Hlemmi. Svæðið er hannað sem vistgata, er í einum fleti og allt rýmið verður hellulagt.
- Gatnamót við Bríetartún verða upphækkuð og akstursrými afmarkað með lágum kantsteini.
- Rauðarárstígur verður lokaður til suðurs við Gasstöðina og með snúningshaus fyrir fólksbíla í botni götunnar.
- Rafhleðslustæði verða nyrst í götunni en í götunni verða einnig biðsvæði fyrir leigubíla ásamt stæðum fyrir stutt stopp.
- Meðfram húsaröð við Rauðarárstíg er aðkomusvæði íbúðarhúsanna þar sem útfæra má í samráði við húseigendur rampa að inngangi. Við jaðar bygginganna er gert ráð fyrir grænu gróðursvæði að hluta sem skapar mjúka ásýnd og sem getur skapað aðstæður til dvalar fyrir íbúa . Bekkir og klakkar afmarka svæðið næst húsunum.
- Afvötnun af þaki húsa verður í gróðurbeð næst húsum.
- Afvötnun hellusvæða er í rennustein og vatnsrásir með ristarloki. Regnbeð eru á torgsvæði næst Bríetartúni og meðfram göngusvæðum.
- Götutré gróðursett í trjárist verða meðfram götunni og regnbeð með fjölbreyttum gróðri.
- Lýsing í götunni er með 4-5 m háum miðborgarlömpum. Götugögn s.s. bekkir og hjólagrindur verða í samræmi við götugagnastefnu Reykjavíkurborgar.
- Næst torgsvæðinu og Hlemmi er komið fyrir stæðum fyrir hreyfihamlaða.
Þessi áform og framkvæmdaáætlun verður nú kynnt vandlega fyrir hagsmunaaðilum og borgarbúum af Reykjavíkurborg og Veitum.
Myndir: reykjavik.is
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Iðunn Mathöll á Akureyri opnar í dag
-
Frétt1 dagur síðan
Atvinnurekanda skylt að greiða matreiðslumanni 1,4 milljónir króna vegna vangreiddra launa
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Veitingastaðurinn MAR opnar á Frakkastíg
-
Frétt5 dagar síðan
34 veitingastaðir birtu matseðil og annað kynningarefni bara á ensku
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Wolt “wrapped” samantektin – Það sem Íslendingar pöntuðu á árinu 2024
-
Markaðurinn4 dagar síðan
Kalkúnaveisla með öllu tilheyrandi
-
Markaðurinn1 dagur síðan
Fljótlegur hátíðareftirréttur – Einfaldasta skyrkaka í heimi
-
Keppni2 dagar síðan
Skráning hafin á Íslandsmót nema og ungsveina í matvæla -og veitingagreinum