Uppskriftir
Sunnudagskaka með bláberjum og appelsínu
Sunnudagskakan er ólífuolíu kaka með bláberjum og appelsínu.
Að nota olífuolíu í köku gerir hana fáránlega mjúka og góða og hún helst þannig í nokkra daga.
Einföld í framkvæmd með góðum hráefnum:
210 g ólífuolía
300 g mjólk
3 egg
115 g safi úr appelsínu
275 g sykur
1 tsk salt
1 tsk lyftiduft
250 g hveiti
250 g fersk bláber
1 msk appelsínubörkur rifinn
Aðferð:
Hitið ofninn upp í 180°c. Blandið olíu, mjólk, eggjum og safanum úr appelsínunum saman í skál. Hrærið svo þurrefnunum saman við með sleif eða sleikju. Bætið svo bláberjunum og berkinum út í í lokin.
Klæðið kökuform með smjörpappír. Deigið er frekar þunnt svo passið að formið leki ekki. Bakið kökuna í 45 mínútur. Takið hana úr ofninum og leyfið henni að standa í 20 mínútur áður en þið takið hana úr forminu.
Geggjuð með kaffinu.
Myndir og höfundur: Hrefna Sætran, matreiðslumeistari.
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni1 dagur síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun1 dagur síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Bocuse d´Or4 dagar síðan
Sindri Guðbrandur keppir 27. janúar í Bocuse d´Or
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Dill opnar á ný eftir breytingar – nú með nýju borðabókunarkerfi Noona
-
Keppni2 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Markaðurinn10 klukkustundir síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi