Frétt
Kynbundinn launamunur fer minnkandi samkvæmt nýrri rannsókn
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kynnti nýja rannsókn á launamun kynjanna á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Í rannsókninni sem Hagstofa Íslands framkvæmdi fyrir forsætisráðuneytið kemur fram að launamunur karla og kvenna hefur dregist saman frá 2008 til 2020 og á það jafnt við um atvinnutekjur, óleiðréttan og leiðréttan launamun. Kynbundin skipting vinnumarkaðar í störf og atvinnugreinar skýrir að miklu leyti þann launamun sem er til staðar en áhrif menntunarstigs og lýðfræðilegra þátta á launamun hafa minnkað, einkum seinni árin.
Frá 2008 til 2020 minnkaði munur á atvinnutekjum karla og kvenna úr 36,3% í 23,5%, óleiðréttur launamunur minnkaði úr 20,5% í 12,6% og leiðréttur launamunur úr 6,4% í 4,1%. Leiðréttur launamunur metur hvort karlar og konur með sömu eiginleika eða þætti fái sambærileg laun.
„Tölurnar sýna að kynbundinn launamunur fer hægt minnkandi og að þær aðgerðir sem stjórnvöld hafa beitt eru að skila árangri. Við sjáum þó að enn er verk að vinna og næstu aðgerðir stjórnvalda hljóta að miða að því að líta sérstaklega til þess launamunar sem skýrist af kynskiptum vinnumarkaði.“
Segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Launamunur kynjanna er mismikill eftir mörkuðum og 2020 var leiðréttur launamunur minnstur hjá starfsfólki sveitarfélaga.
| Leiðréttur launamunur | Alls | Almenni | Ríki | Sveitarfélög |
| 2008 | 6,4% | 6,7% | 4,9% | 6,3% |
| 2016 | 4,9% | 6,1% | 4,2% | 3,2% |
| 2020 | 4,1% | 5,6% | 3,3% | 2,7% |
Í rannsókn Hagstofunnar var lögð áhersla á leiðréttan launamun og þróun tölfræðilegra aðferða. Launamunur kynjanna var einnig skoðaður í stærra samhengi til að varpa ljósi á fjölbreyttar skilgreiningar þannig að hægara sé að átta sig á notagildi ólíkra mælinga.
Launamunur karla og kvenna – Rannsókn á launamun 2008-2020
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanTímamót fyrir íslenska barþjóna með nýjum samstarfssamningi
-
Kokkalandsliðið2 dagar síðanNýr þjálfari kokkalandsliðsins, Georg Arnar leiðir liðið til Lúxemborgar 2026
-
Markaðurinn3 dagar síðanJólaleikur ársins leitar að frumlegustu jólakræsingu landsins
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun2 dagar síðanMatarmarkaður Íslands í Hörpu um helgina, fjölbreyttur markaður fyrir veisluborðið og jólagjafir
-
Markaðurinn4 dagar síðanVantar þig virkilega góða jólagjöf?
-
Markaðurinn4 dagar síðanOstakrans sem stelur senunni á jólaborðinu
-
Frétt3 dagar síðanAsahi varð fyrir stórfelldri netárás, allt að 1,5 milljón viðskiptavina í hættu
-
Markaðurinn2 dagar síðanOpnunartími Innnes um jólahátíðina – Innnes opening hours during the Christmas holidays






