Uppskriftir
Rjómalagað humar tagliatelle með stökku beikoni
Sannkallað lúxus humar tagliatelle með stökku beikoni í silimjúkri rjómalagaðri sósu. Þetta er sko réttur sem er gaman að útbúa fyrir sig og sína á góðri stundu.
Fyrir 4:
De Cecco tagliatelle með eggjum, 250 g
Skelflettur humar, 2 pakkar (sirka 700 g), Sælkerafiskur
Beikon, 6 sneiðar
Laukur, 1 stk
Hvítlauksrif, 4 stk
Tómatpúrra, 3 msk
Hvítvín, 120 ml
Humarkraftur, 0,5 msk + meira eftir smekk / Oscar
Kjúklingakraftur, 0,5 msk + meira eftir smekk / Oscar
Ítalskt sjávarréttakrydd, 1,5 msk / Pottagaldrar
Rjómi, 120 ml
Niðursoðnir tómatar, 1 dós / 400 g
Parmesan ostur, 45 g + meira eftir smekk
Breiðblaða steinselja, 10 g
Aðferð:
-
Afþýðið og þerrið humar. Hreinsið svörtu röndina úr humrinum ef þarf. Setjið humarinn í skál með olíu og 2 pressuðum hvítlauksrifjum og marinerið í 10 mín.
-
Raðið beikonsneiðum á ofnplötu með bökunarpappír og bakið í miðjum ofni við 180°C á blæstri í 10-14 mín eða þar til beikonið er fulleldað. Fylgist vel með eftir 10 mín því þá geta hlutirnir farið að gerast hratt.
-
Saxið lauk nokkuð smátt. Pressið hin 2 hvítlauksrifin.
-
Steikið humar upp úr smjörklípu í steypujárnspotti eða á stórri pönnu, saltið smá. Þetta er best að gera í tveimur pörtum svo humarinn steikist sem best. Færið humarinn á disk og hyljið með álpappír.
-
Steikið saxaðan lauk við miðlungshita þar til laukurinn er glær og mjúkur. Bætið pressuðum hvítlauk út í og steikið þar til hvítlaukurinn byrjar að ilma.
-
Bætið tómatpúrru út í pottinn og steikið í stutta stund, bætið næst hvítvíni út í og sjóðið niður um helming.
-
Bætið humarkrafti, kjúklingakrafti, sjávarréttakryddi, rjóma og niðursoðnum tómötum út í pottinn. Rífið helminginn af parmesan ostinum saman við og látið malla undir loki á meðan pasta er soðið. Smakkið til með salti og meiri kröftum ef þarf.
-
Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum í vel söltu vatni en geymið svolítið pastavatn til þess að þynna sósuna ef þarf.
-
Saxið steinselju og skerið beikon í bita.
-
Bætið pasta, humrinum og vökvanum af disknum út í pottinn ásamt saxaðri steinselju og beikoni. Rífið restina af parmesan ostinum saman við réttinn og veltið pastanu upp úr sósunni þar til það er vel hulið sósu. Bætið við ögn af pastavatni eða smá rjóma ef þarf að þynna sósuna. Smakkið til með salti.
-
Berið fram með fersku salati og góðu brauði.
Uppskrift og mynd: Matur og Myndir | Snorri Guðmundsson,
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mesta úrval Japanskra hnífa á Íslandi
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel3 dagar síðan
Nýr veitingastaður á Laugarvatni – Sunneva og Sæþór: Við viljum að allir sem koma líði eins og þeir séu heima hjá sér
-
Keppni3 dagar síðan
Grétar Matthíasson er Meistari meistaranna
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel4 dagar síðan
Nýtt veitingasvæði rís í austurenda Smáralindar – 13 nýir veitingastaðir
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðan
Kristinn Frímann bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á togaranum Kaldbak – Myndir
-
Markaðurinn3 dagar síðan
Mijita er fyrsti 100% glútenfríi veitingastaðurinn í Wolt appinu
-
Keppni4 dagar síðan
Matreiðslukeppni stjórnmálaflokkana í húsi Fagfélagana
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðan
Úrvalslið veitingageirans fagnaði opnun þriggja nýrra veitingastaða á Keflavíkurflugvelli – Myndir