Vertu memm

Markaðurinn

Tvö áhugaverð námskeið fyrir framlínufólk og stjórnendur

Birting:

þann

Þjónn -Framreiðslumaður

Þann 9. júní nk. hefjast tvö áhugaverð námskeið fyrir framlínufólk og stjórnendur í hótel- og veitingageiranum. Námskeiðin eru á vegum IÐUNNAR fræðsluseturs og verða haldin í gegnum Teams fjarfundar- og samskiptakerfið auk vinnustofu.

Framlínan og þjónusta
Á námskeiðinu Framlínan og þjónusta er markmiðið að auka færni þátttakenda í þjónustu við viðskiptavini. Það er tvískipt, vefnám auk vinnustofu þar sem unnið er með raundæmi. Fjallað er um leiðir  til þess að auka gæði í þjónustu, hvernig á að nálgast viðskiptavini viðskiptavininn, takast á við kvartanir, sölumál og fl.

Nánari upplýsingar hér.

Framlínustjórnun
Námskeiðið Framlínustjórnun er hugsað til þess að auka færni framlínustjórnenda, millistjórnenda og vaktstjóra. Námskeiðið er tvískipt, þ.e. vefhluti og handleiðsla. Á námskeiðinu er fengist við ýmis hagnýt atriði sem tengjast samskiptum á vinnustað, starfsmannamálum, erfiðum málum á vinnustað og þá áskorun sem fylgir því að stýra hópi jafningja. Námskeiðið er sneisafullt af margvíslegum hagnýtum ráðum.

Nánari upplýsingar hér.

Mynd: úr safni

Ef þú hefur áhuga á að auglýsa hér á veitingageirinn.is, hafðu þá samband við okkur á netfangið [email protected] og við sendum til baka allar upplýsingar. ... smellið hér til að lesa fleiri fréttir og tilkynningar frá styrktaraðilum vefsins.

Vínkjallarinn

Auglýsingapláss

Ekki missa af neinu

Fréttabréf

Veldu eitt eða allt af eftirtöldu:
Auglýsingapláss

Mest lesið