Markaðurinn
Tvö áhugaverð námskeið fyrir framlínufólk og stjórnendur
Þann 9. júní nk. hefjast tvö áhugaverð námskeið fyrir framlínufólk og stjórnendur í hótel- og veitingageiranum. Námskeiðin eru á vegum IÐUNNAR fræðsluseturs og verða haldin í gegnum Teams fjarfundar- og samskiptakerfið auk vinnustofu.
Framlínan og þjónusta
Á námskeiðinu Framlínan og þjónusta er markmiðið að auka færni þátttakenda í þjónustu við viðskiptavini. Það er tvískipt, vefnám auk vinnustofu þar sem unnið er með raundæmi. Fjallað er um leiðir til þess að auka gæði í þjónustu, hvernig á að nálgast viðskiptavini viðskiptavininn, takast á við kvartanir, sölumál og fl.
Framlínustjórnun
Námskeiðið Framlínustjórnun er hugsað til þess að auka færni framlínustjórnenda, millistjórnenda og vaktstjóra. Námskeiðið er tvískipt, þ.e. vefhluti og handleiðsla. Á námskeiðinu er fengist við ýmis hagnýt atriði sem tengjast samskiptum á vinnustað, starfsmannamálum, erfiðum málum á vinnustað og þá áskorun sem fylgir því að stýra hópi jafningja. Námskeiðið er sneisafullt af margvíslegum hagnýtum ráðum.
Mynd: úr safni
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanÍsland tók yfir eldhúsið á VOX þegar Sævar Lárusson og Rúrik mættu til leiks
-
Markaðurinn4 dagar síðanHættulega góðar ostakökukúlur með Biscoff og hvítu súkkulaði
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun3 dagar síðanKristján Örn matreiðslumeistari bauð upp á glæsilegt jólahlaðborð á Gran Canaria – Myndir
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel1 dagur síðanSushi staðurinn Majó flytur starfsemi sína í Hof á Akureyri
-
Viðtöl, örfréttir & frumraun8 klukkustundir síðanMeistarakokkar færa sælkeramat í hillur Krónunnar
-
Markaðurinn2 dagar síðanRMK heildverslun: Opnunartími yfir hátíðarnar
-
Nýtt bakarí, veitingahús, fisk- og kjötbúð og hótel2 dagar síðanNýtt bakarí í undirbúningi á Öskjureitnum á Húsavík
-
Frétt3 dagar síðanAðskotahlutur í Bónus grjónagraut – Matvælastofnun varar við neyslu






